26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

1. mynd. Náttúruverndaráætlun 2004–2008. Áætlun um friðlýsingar 14 landsvæða.<br />

Þingsályktunartillaga um náttúruverndaráætlun 2004–2008 var unnin á grunni skýrslu sem<br />

Umhverfisstofnun vann í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndaráætlun<br />

2004–2008 – Aðferðafræði. Tillögur Umhverfisstofnunar um friðlýsingar (María<br />

Harðardóttir o.fl. 2003). Náttúrufræðistofnun Íslands átti drjúgan þátt í undirbúningi<br />

áætlunarinnar en hún átti fulltrúa, ásamt Náttúruvernd ríkisins [Umhverfisstofnun] og<br />

umhverfisráðuneyti, í vinnuhópi sem var skipaður í því skyni að leggja grunn að<br />

aðferðafræðinni sem notuð skyldi. Í kjölfarið hóf Náttúrufræðistofnun Íslands að greina<br />

tiltækar upplýsingar til þess að leggja mat á hvaða tegundir lífvera þarfnast verndar.<br />

Samhliða því hófu Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruvernd ríkisins skipulega vinnu við<br />

að flokka jarðminjar á Íslandi og meta verndarstöðu þeirra. Niðurstöður þessarar vinnu og<br />

tillögur um friðlýsingar liggja fyrir í tveimur skýrslum: Verndun tegunda og svæða. Tillögur<br />

Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna Náttúruverndaráætlunar 2002 (Ólafur Einarsson o.fl.<br />

2002) og Verndun jarðminja á Íslandi. Tillögur vegna náttúruverndaráætlunar 2002 (Helgi<br />

Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson 2002). Í skýrslunum er fjallað um samtals 59 svæði sem<br />

ástæða þykir til að vernda, auk þess sem lagt er til að tilteknar plöntutegundir verði friðlýstar<br />

sérstaklega, byggt á tillögum Náttúrufræðistofnunar þar að lútandi frá árinu 2000<br />

(Náttúrufræðistofnun Íslands 2000b).<br />

Starfshópur sem umhverfisráðuneytið skipaði í júní 2007 til að vinna að undirbúningi<br />

náttúruverndaráætlunar 2009–2013, skipaður fulltrúum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar<br />

og Náttúrufræðistofnunar Íslands, hefur mótað áherslur nýju áætlunarinnar í samráði við<br />

umhverfisráðherra. Ákveðið var að halda áfram uppbyggingu á neti verndarsvæða<br />

samkvæmt sömu aðferðafræði og kynnt var í fyrri áætlun. Í þetta skiptið er megináhersla<br />

lögð á sjaldgæfar plöntur og mikilvæg búsvæði þeirra, með það fyrir augum að tryggja vernd<br />

og vöktun þeirra plantna sem eru verndarþurfi með heildstæðu neti verndarsvæða og<br />

tegundafriðun. Þar að auki eru fyrstu skrefin stigin í friðun smádýra og búsvæða þeirra og í<br />

friðun vistgerða. Þá var ákveðið að gera tillögu um eitt svæði sem býr yfir sérstæðum<br />

jarðminjum og stórbrotinni landslagsheild. Langtíma markmiðið er að koma upp neti<br />

verndarsvæða sem tryggi lágmarksvernd þeirra lífvera, dýra og plantna, vistgerða og<br />

jarðminja sem þarfnast verndar á Íslandi og fullnægi alþjóðlegum skuldbindingum<br />

þjóðarinnar þar að lútandi.<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!