26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tegundir í nokkurri hættu (LR)<br />

STRAUMÖND Histrionicus histrionicus<br />

Staða: í nokkurri hættu (LR, cd)<br />

Forsenda: Háð vernd, Island er eina varpland straumandar í Evrópu<br />

Alþjóðlegar skuldhindingar:<br />

V Bernarsamningur: viðauki II<br />

V Búsvæðavernd (Ályktun nr. 6/1998)<br />

Þessi litskrúðuga önd er amerisk, likt og himbrimi og húsönd, og er Island eini varpstaður<br />

hennar í Evrópu. Straumöndin verpur víða um land en eingöngu við straumharðar ár og læki.<br />

Á veturna flytur hún sig um set og dvelst þá í brimrótinu með ströndum fram. Varpstofninn er<br />

talinn 3-4 þúsund pör.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Straumendur verpa strjált í öllum landshlutum. Þéttasta straumandarvarpið<br />

er við ofanverða Laxá í Mývatnssveit en þar hafa allt að 200 pör orpið á<br />

síðastliðnum 20 árum. 12 ' 1 '' Þéttleiki varpfugla við aðrar bergvatnsár er afar misjafn: frá 0,2<br />

upp í 7 pör á hvern kílómetra ár. 23 Varpstofn íslensku straumandarinnar var áætlaður<br />

2-3.000 pör en nýlegar talningar benda til þess að stofninn gæti verið í kringum 4 þúsund<br />

pör. 69<br />

Lífshættir: Um varptímann halda straumendur sig á bergvatnsám og verpa gjarnan í árhólmum.<br />

Að öðru leyti dveljast þær á sjó allt í kringum land, yfirleitt þó við klettóttar strendur þar sem<br />

brims gætir og er friðlýst að þær séu staðfuglar hér á landi. Straumendur koma á árnar frá<br />

apríllokum fram I júní. Varptíminn hefst seinni hluta maí en er aðallega í júní. Eggin eru<br />

venjulega 5-7 talsins. Álega og þroskunartími unga er ekki vel þekktur. Straumendur sjást<br />

iðulega með ófleyga unga fram í september og stundum jafnvel fram í október. Þegar kollurnar<br />

fara að liggja á hverfa steggirnir til strandar og fella þar flugfjaðrir. Á varpstöðvum taka<br />

straumendur fyrst og fremst lirfur bitmýs en ýmis krabbadýr og skeldýr á sjó.<br />

Helstu ógnir: Safnarar sóttu mikið í straumandaregg áður fyrr og reyna sumir fyrir sér enn<br />

þann dag í dag. Straumendur eru einnig skotnar ólöglega, m.a. til uppstoppunar. Varpheimkynni<br />

straumanda eru fremur sérhæfð en þær verpa svo til eingöngu við bergvatnsár.<br />

Breytingar á vistkerfi straumvatna í kjölfar virkjana hafa eyðilagt straumandarþéttbýli, m.a.<br />

við Sog 37 og Þórisós, sem áður féll úr Þórisvatni.<br />

Vernd og vöktun: Straumöndin hefur verið friðuð frá 1954 en fram að því mátti veiða hana<br />

ufan varptíma og taka egg. Straumönd skipar sérstakan sess þar eð hún verpur hvergi í<br />

Evrópu nema hérlendis og er ábyrgð Islendinga á framtíð stofnsins því mikil. 17 Straumandarstofninn<br />

er vaktaður árlega á Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, frá ósum upp í Mývatn, og þyrfti að<br />

skipuleggja vöktunarkerfi fyrir landið í heild.<br />

Staða á heimsvísu: Straumöndin verpur á Islandi, Suðvestur-Grænlandi, í Labrador, vestanverðri<br />

N-Ameríku og austaðt í Síberíu. Hún er að mati Alþjóðlegu fuglaverndarsamtakanna<br />

90

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!