26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tegundir í nokkurri hættu (LR)<br />

GRAFOND<br />

Anas acuta<br />

Staða: í nokkurri hættu (LR, cd)<br />

Forsenda: HáS vernd<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

V Bernarsamningur: viðauki III<br />

Graföndin er útbreiddur en víðast hvar afar strjáll varpfugl. Hún er algengust í flæðilöndum<br />

norðanlands og austan og er líklegt að meirihluta varpstofnsins sé þar að finna en hann telur<br />

aðeins nokkur hundruð pör.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Graföndin verpur strjált um land allt, m.a. á hálendinu. Utbreiðsla<br />

grafandar er ekki þekkt til fulls en vitað að hún er algengust í flæðilöndum á óshólmasvæðum<br />

norðanlands og austan, í Skagafirði, Eyjafirði, Aðaldal, Oxarfirði og á Út-HéraSi. stærð<br />

íslenska varpstofnsins er óþekkt en hefur verið áætluS um 500 pör, þar af verpa um 50 pör<br />

að jafnaði við Mývatn. 9 Margt bendir til þess að grafendur hafi verið algengari hér áður fyrr.<br />

Lífshættir: Graföndin er farfugl sem dreifist víða um Vestur-Evrópu utan varptíma. Hún kemur<br />

til landsins í apríl og fer aftur t september. Stöku fuglar sjást suðvestanlands á vetrum, m.a. á<br />

Skerjafirði. Kjörlendi grafanda er lífríkt votlendi eins og grunn vötn og gulstararflóð. Þær<br />

verpa snemma, sumar þegar í byrjun maí en flestar um miðjan mánuðinn. Eggin eru fremur fá<br />

miðað við aðrar endur, 6-8 talsins. Fyrstu ungÁrnir klekjast í byrjun júní og verða fleygir eftir<br />

6-7 vikur. Fæðan er svipuð og hjá öðrum gráöndum, ýmislegt plöntukyns (aðallega á vetrum)<br />

og vatnaskordýr (einkum á varptíma).<br />

Helstu ógnir: skerðing búsvæða, og þá einkum framræsla, hefur gert stór svæði óbyggileg<br />

fyrir grafendur. Einnig hefur borið á ólöglegum skotveiðum. Þar sem taka má andaregg er<br />

viss hætta á að grafandaregg séu tekin í misgripum (yrir egg annarra tegunda.<br />

Vernd og vöktun: Graföndin hefur verið alfriðuð frá 1994 en fram að þvl var skotveiði leyfð<br />

utan varptíma og einnig eggjataka á afmörkuðum svæðum. Fylgst er árlega með stofnbreytingum<br />

grafandar á Mývatni og óreglulega á tveimur svæðum öðrum á Norðurlandi en<br />

afla þarf áreiðanlegrar vitneskju um útbreiðslu hennar og stofnstærð. Jafnframt er æskilegt að<br />

styrkja vöktun grafandar um land allt. Verndun og endurheimt votlendissvæða kemur<br />

graföndinni til góða.<br />

Staða á heimsvísu: Graföndin er strjáll varpfugl í Vestur-Evrópu og er að mati alþjóðlegu<br />

fuglaverndarsamtakanna talin í yfirvofandi hættu (VU) á evrópska vísu, þar sem talið er að<br />

graföndum hafi fækkað um 90% frá 1970 til 1990. 92 Astæðan er fyrst og fremst skerðing<br />

búsvæða bæði á varplöndum og á vetrarstöðvum, þar á meðal í Afríku. Samkvæmt<br />

Bernarsamningnum ber að hafa stjórn á veiðum þar sem þær eru leyfðar til að tryggja<br />

varðveislu stofnsins. Graföndin er hins vegar afar útbreidd frá Eystrasalti til Kyrrahafs sem og<br />

í Norður-Ameríku.<br />

86

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!