26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tegundir í yfirvofandi hættu (VU)<br />

SVARTBAKUR Larus marinus<br />

Staða: I yfirvofandi hættu (VU)<br />

Forsenda: Hefur fækkað mikið<br />

Svartbakurinn er útbreiddasti máfurinn hér á landi en stöðugt hefur fækkað í stofninum á<br />

undanförnum áratugum, ólikt öðrum máfastofnum sem flestir eru í vexti. Orsakir þessarar<br />

fækkunar eru óljósar en benda má á miklar veiðar og minni lífrænan úrgang frá sláturhúsum<br />

og frystihúsum. Varpstofninn er álitinn 15-20 þúsund pör.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Hér á landi er svartbakurinn mjög útbreiddur og verpur með svo til<br />

allri ströndinni og einnig strjált inn til landsins, jafnvel á hálendinu. stærðtu vörpin eru á<br />

Mýrum, í eyjum Hvammsfjarðar og á skaftfellsku söndunum. Margt bendir til þess að<br />

svartbökum hafi fjölgað talsvert hér á landi fyrir og um miðja 20. öld, 2 - 35 en á síðustu<br />

áratugum hefur þeim fækkað víða. Mörg vörp hafa minnkað verulega og jafnvel liðið undir<br />

lok og er það einkum áberandi í ár- og vatnshólmum inn til landsins, 53 - 63 en einnig við<br />

sjávarsíðuna suðvestanlands, 63 á Mýrum, 6 ' við norðanverðan Breiðafjörð, Skjálfanda, 89,04<br />

Öxarfjörð og í Öræfum. 45 A stöku stað hafa vörp annað hvort vaxið á síðustu áratugum; t.d. í<br />

Grímsey á Steingrímsfirði 53 eða staðið í stað, svo sem í Stagley á Breiðafirði 107 . Ástæður fyrir<br />

fækkun svartbaka eru ekki Ijósar en sums staðar má kenna um miklum veiðum og einnig<br />

minna fæðuframboði vegna breyttra aðferða við förgun á lífrænum úrgangi. Stofnstærðin er<br />

óþekkt en giskað hefur verið á að 15-20 þúsund pör verpi hér á landi.<br />

Lífshættir: Varpkjörlendi svartbaksins er fjölbreytt en hann virðist þó forðast staði þar sem refir<br />

eru algengir og eiga greiða leið að hreiðrunum. Því verpa svartbakar iðulega í vatnahólmum<br />

og á áreyrum inn til landsins en við ströndina á eyðisöndum, klettasfökkum og í eyjum og<br />

hólmum. Varpið hefst snemma eða í lok april. Eggin eru venjulega þrjú og verða ungÁrnir<br />

fleygir á 7-8 vikum. Svartbakurinn nærist mest á sjávarfangi en tekur einnig egg og unga,<br />

leggst á lömb og hirðir hræ og reka. Hann verpur sums staðar í þéttum byggðum en einnig<br />

eru pör á stangli. Utan varptíma safnast svartbakar saman við öskuhauga, skólpræsi og<br />

fiskvinnslustöðvar, líkt og aðrir máfar. Svartbakurinn er að mestu leyti staðfugl en ungir fuglar<br />

flakka eitthvað til næstu landa.<br />

Helstu ógnir: Mikið er skotið af svartbak vegna meints tjóns á æðarvarpi og annars<br />

hugsanlegs skaða. Samkvæmt veiðiskýrslum eru veiddir hér 30.000-36.000 fuglar árlega. 94<br />

Fyrrum voru bæði egg og ungar nýtt til matar en nú á tímum er eggjataka á hröðu undanhaldi.<br />

Vernd og vöktun: Svartbakurinn nýtur ekki friðunar og hefur aldrei gert. Hafa ber þó í huga<br />

að samkvæmt lögum er einungis heimilt að veiða fugla til að nýta verðmæti í kjöti eða skinni<br />

eða til að koma í veg fyrir tjón. I samræmi við lög er rétt að takmarka veiðar á svartbak við<br />

þá staði þar sem um lögmæta, skilgreinda hagsmuni er að ræða. Svartbakur er settur á<br />

válista sökum þeirrar augljósu fækkunar sem orðið hefur í stofninum undanfarna áratugi.<br />

Stofnstærð er samt engan veginn nægilega vel þekkt og stofninn hefur ekki verið vaktaður til<br />

að fylgjast með breytingum á honum. Úr þessu þarf að bæta.<br />

84

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!