26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fylgt úr hlaði<br />

Útgáfa válista hefur verið ein af meginstoðum náttúruverndar í heiminum um langt skeið, en válisti er skrá<br />

yfir lífverur sem eiga undir högg að sækja, eru í útrýmingarhættu eða hefur verið útrýmt. Mikilvægt er að<br />

válistar séu byggðir á traustum gögnum eigi þeir að ná tilætluðum árangri. Flestar þjóðir sem við<br />

Islendingar erum vanir að bera okkur saman við hafa fyrir löngu gefið út opinbera válista og unnið<br />

skipulega að gerð verndaráætlana fyrir tegundir á listunum og búsvæði þeirra. A Náttúrufræðistofnun<br />

Islands er unnið að gerð válista sem tekur til allrar lifandi náttúru landsins. Sökum þess hversu mismikil<br />

vitneskjan er um hinar ólíku tegundir lífvera var ákveðið að gefa válistann út í hlutum - gefa fyrst út<br />

válista yfir þá hópa sem best eru þekktir og áreiðanlegar upplýsingar eru til um, en aðra þegar<br />

nauðsynlegra gagna hefur verið aflað.<br />

Fyrsti hluti þessa íslenska válista kom út árið 1996. I honum var fjallað um blómplöntur, byrkninga,<br />

fléttur, mosa og ýmsa botnþörunga. við gerð hans var stuðst við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna,<br />

en þau njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og eru notuð víða. Þessi viðmið gera kröfur um<br />

nokkuð nákvæma vitneskju um útbreiðslu, einstaklingsfjölda og breytingar á stofnstærð tegunda.<br />

Fuglar eru áberandi í náttúru landsins og gefa henni líf og lit með tilvist sinni og hljóðum. Hér á landi<br />

eiga margar fuglategundir aðalból sín í Evrópu, þeirra á meðal himbrimi, húsönd og straumönd. Hér<br />

verpur einnig verulegur hluti af heimsstofni margra tegunda og má þar nefna álku, heiðagæs, lunda,<br />

skúm og ýmsa vaðfugla eins og heiðlóu, lóuþræl og spóa. við berum því rlka ábyrgð á ýmsum<br />

fuglategundum gagnvart umheiminum og það er ánægjulegt að margar þeirra skuli ekki vera á þessum<br />

válista, en áhyggjuefni að sumar þeirra skuli vera á listanum. Varúðar er þörf og það sem helst ógnar<br />

þessum fuglum nú er eyðing búsvæða og fordómafull og skilningslaus afstaða til svokallaðra vargfugla.<br />

Ein helsta ógn við fuglaríki landsins þegar litið er til framtíðar er umfangsmikil og skipulagslítil skógrækt,<br />

sem hefur m.a. í för með sér áframhaldandi eyðingu votlendis og skerðingu á búsvæðum mófugla.<br />

Alþingi hefur samþykkt lög sem fela í sér að breyta skuli lífríki á verulegum hluta láglendis á Islandi með<br />

skógrækt. Verði ráðist í þessar framkvæmdir án mats á umhverfisáhrifum þeirra er hætta á að fleiri<br />

íslenskar fuglategundir lendi á válista þegar fram i sækir. við eigum að virða og vernda þær lífverur sem<br />

verið hafa undirstaða í íslensku lífríki í þúsundir ára og þróast við þær aðstæður sem hér ríkja. Framandi<br />

tegundir og innfluttar vistgerðir hafa lítið þol gegn sjúkdómum og loftslagsbreytingum. við eigum því að<br />

læra af reynslu annarra þjóða og sporna gegn vísvitandi innflutningi á framandi lífverum og dreifingu<br />

þeirra í villtri náttúru landsins.<br />

Vonandi verður þessi útgáfa á öðrum hluta válista yfir lifverur sem eiga undir högg að sækja eða eru í<br />

útrýmingarhættu til þess að auka vernd íslenskrar náttúru, sjálfbæra nýtingu hennar og farsæld<br />

þjóðarinnar. með útgáfunni er ekki aðeins verið að sinna alþjóðlegum skuldbindingum heldur einnig -<br />

og ekki síður - að auðvelda þeim sem taka ákvarðanir um landnotkun, skógrækt og landgræðslu,<br />

auðlindanýtingu og mannvirkjagerð á íslandi að sinna sinum lögbundnu skyldum. Hér er stigið lítið skref<br />

á langri leið, en takmarkið er að eiga og nota válista sem nær til alls llfríkis á landi, í ferskvatni og í sjó.<br />

Jón Gunnar Ottósson,<br />

forstjóri Náttúrufræðistofnunar Islands<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!