26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tegundir í yfirvofandi hættu (VU)<br />

STORMSVALA Hydrobates pelagicus<br />

Staða: I yfirvofandi hættu (VU)<br />

Forsenda: Fáir varpstaðir<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

V Bernarsamningur: viðauki II<br />

V Búsvæðavernd (Ályktun nr. 6/1998)<br />

Helstu varpstöðvar stormsvölu hér á landi eru í Vestmannaeyjum og er stærð varpstofnsins<br />

álitin vera 50-100 þúsund pör. Stormsvölur hafa sést á ýmsum stöðum við sunnanvert landið<br />

á varptima, allt frá Garðskaga i vestri til Papeyjar í austri, og því kann stormsvalan að verpa<br />

víðar en friðlýst hefur verið til þessa.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Stormsvölur verpa í úteyjum Vestmannaeyja, Ingólfshöfða og Skrúði.<br />

Stærð varpstofnsins er gróflega metin 50.000-100.000 pör og er langstærðta varpið í<br />

Elliðaey í Vestmannaeyjum. 52 Stormsvala verpur einnig í Bjarnarey og Brandi og var áður fyrr<br />

í Ystakletti en hefur ekki sést þar í varpi á síðari árum.<br />

Lifshættir: Stormsvalan er úthafsfugl og verpur í úteyjum og höfðum. Hún grefur sér ekki<br />

varpholur en hreiðrar um sig í klettaglufum, oft á milli hraunlaga, en einnig í urðum. Varptíminn<br />

hefst seint, venjulega um miðjan júní, en fuglÁrnir eru stundum að verpa fram í miðjan júlí.<br />

Stormsvalan verpur einu eggi og klekst það á tæpum sjö vikum. Unginn verður fleygur á um<br />

tveim mánuðum, eða í fyrsta lagi seinni hluta september, stundum þó ekki fyrr en í nóvember.<br />

Stormsvalan hverfur frá landinu á haustin er varptíma lýkur og dvelst sennilega víða á<br />

austanverðu Atlantshafi, allt til Suður-Afríku. Um varptímann flakka geldfuglar á milli byggða og<br />

jafnvel landa á milli. Fæðan er aðallega dýrasvif en einnig smáfiskar, smokkfiskar o.fl.<br />

Helstu ágnir: Eins og skrofa og sjósvala verpur stormsvalan á örfáum stöðum og nær eingöngu<br />

í Vestmannaeyjum. Ýmis áföll, svo sem mengunarslys, og innflutt rándýr geta því verið<br />

stofninum skeinuhætt.<br />

Vernd og vöktun: Stormsvalan hefur verið alfriðuð frá 1954. Tveir varpstaðir hennar eru<br />

friðlýstir, Skrúður og Ingólfshöfði, en aðalvarpstaðurinn i Elliðaey er á náttúruminjaskrá. Lagt<br />

er til að Elliðaey verði friðlýst og átak verði gert til þess að afla betri gagna um stofnstærð og<br />

útbreiðslu, m.a. til þess að byggja á tillögur um vöktun stofnsins til frambúðar.<br />

Staða á heimsvísu: Stormsvalan verpur svo að segja eingöngu í Norðvestur-Evrópu og er friðlýst<br />

að stærðtu vörpin séu í Færeyjum. Tiltölulega fáir varpstaðir valda því að stormsvalan nýtur<br />

sérstaks eftirlits og verndar í Evrópu, þrátt fyrir að stofninn sé fremur stór og ekki álitinn í<br />

hættu að öðru leyti. Samkvæmt Bernarsamningnum ber að friða stormsvöluna í Evrópu og<br />

vernda búsvæði hennar sérstaklega.<br />

English summary: The Storm Petrel breeds mainly on some islands in Vestmannaeyjar, but<br />

small colonies were recently discovered at Ingólfshöfði in the south and Skrúður in the east.<br />

78

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!