26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tegundir í yfirvofandi hættu (VU)<br />

SKROFA<br />

Puffinus puffinus<br />

Staða: í yfirvofandi hættu (VU)<br />

Forsenda: Fóir varpstaðir<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

V Bernarsamningur: Viðauki II<br />

Skrofan verpur aðeins i Vestmannaeyium en sést víða við sunnanvert landið að sumarlagi.<br />

Stærð varpstofnsins er áætluð 7-10 þúsund pör og er helmingurinn í Ystakletti.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Eina varpsvæði skrofunnar hér á landi er í Vestmannaeyjum en þar<br />

verpur hún á fimm stöðum. stærðta varpið er í Ystakletti og var áætlað að þar væru um<br />

6.000 pör sumarið 1991. 52 Önnur vörp eru mun minni: Elliðaey, Bjarnarey, Alsey og<br />

Suðurey. Heyrst hefur til skrofu í Brandi en varp hefur ekki verið staðfest þar. Skrofuegg fannst<br />

í lundavarpi í Krísuvíkurbergi árið 1982 og var það líkast til einstakt tilvik því skrofur hafa<br />

ekki fundist þar síðan, þrátt fyrir leit. 63 Skrofan er úthafsfugl að mestu leyti og sést við Suðurog<br />

Suðvesturland frá marslokum fram í september, en er sjaldséð annars staðar við landið.<br />

Stærð varpstofnsins er áætluð 7-10 þúsund pör.<br />

Lífshættir: Skrofan verpur í holum í grassverði í úteyjum og er þar mest áberandi í þungbúnu<br />

veðri að næturlagi. Síðdegis hópa skrofurnar sig stundum á sjó nærri varpstöðvunum og sjást<br />

þá jafnvel í þúsundatali á flóanum við Faxasker norðan Ystakletts. Þær hverfa frá landinu í<br />

lok varptíma (september) og dvelja sennilega víða í Atlantshafi. Islensk skrofa hefur til dæmis<br />

náðst við strendur Brasilíu. Lífshættir skrofunnar eru um margt sérstakir. FuglÁrnir verða seint<br />

kynþroska. Skrofan verpur einu eggi í holu sína, venjulega um mánaðamót maí-júní, álegutíminn<br />

er langur, unginn klekst eftir 7-8 vikur og yfirgefa foreldrÁrnir hann í holunni þegar<br />

hann er um tveggja mánaða gamall. Unginn dvelst síðan einn í rúma viku en þá rekur<br />

hungrið hann af stað - einan út í heiminn. Hann verður því fleygur á um 10 vikum, eða í<br />

september-október. Fæða skrofunnar er aðallega fiskur, svo sem síld, en einnig smokkfiskur<br />

og krabbadýr.<br />

Helstu ógnir: Skrofan verpur aðeins í Vestmannaeyjum og því geta staðbundin áföll leikið<br />

stofninn grátt. Þannig er friðlýst að aðalsvarpstöðvar skrofunnar í Ystakletti hafi orðið illa úti í<br />

öskufalli í Vestmannaeyjagosinu 1973. Sökum hnappdreifingar stofnsins geta mengunarslys<br />

og önnur áföll verið stofninum dýrkeypt. Sums staðar erlendis hafa dýr sem borist hafa með<br />

mönnum, eins og kettir, rottur og minkar, valdið miklum usla í skrofubyggðum. Bæði kettir og<br />

rottur hafa lagst út í fuglabyggðir á Heimaey.<br />

Vernd og vöktun: Skrofan hefur verið friðuð fyrir skotveiðum frá 1954. Áður fyrr voru ung-<br />

Árnir nýttir en sá siður er löngu aflagður. Aðalvarpsvæði skrofu í Vestmannaeyjum, í Ystakletti<br />

og Elliðaey, eru á náttúruminjaskrá. Stofnstærð er aðeins gróflega þekkt og er æskilegt að<br />

meta hana með meiri nákvæmni og koma á reglubundinni vöktun stofnsins. Friðlýsa ætti tvö<br />

helstu varpsvæðin, Elliðaey og Ystaklett.<br />

76

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!