26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tegundir í yfirvofandi hættu (VU)<br />

Corvus corax<br />

Staða: 1 yfirvofandi hættu (VU)<br />

Forsenda: Hefur fækkað, >20% fækkun á 10 árum<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

A/ Bernarsamningur: viðauki III<br />

Hrafninn er algengur og áberandi fugl í íslenskri náttúru og þjóðtrú. friðlýst er að varpstofninn<br />

sé um 2.000 pör auk geldfugla. Hrafnar hafa verið ofsóttir i auknum mæli á siðustu áratugum<br />

og þeim fer sums staðar fækkandi.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Hrafninn er útbreiddur á láglendi og verpur einnig strjált á<br />

hálendinu. Hann er algengastur við sjávarsíðuna og í þéttbýlum landbúnaðarhéruðum þar<br />

sem gnótt er fæðu og varpstaða. Þéttleiki fugla er víða 3-5 pör á hverja 100 km 2 en getur<br />

verið mun meiri, t.d. í Fljótshlíð (13 pör á 100 km 2 ). 65 Varpstofninn var metinn í kringum<br />

1985 og reyndist þá vera um 2.000 pör og heildarstofninn á sama tíma um 13.000 fuglar að<br />

hausti. 64 Stór hluti hans er ókynþroska ungfuglar (1-3 ára). Varpfuglum hefur sannanlega<br />

fækkað á stórum landsvæðum, t.d. í grennd við Reykjavík, við Breiðafjörð og í Þingeyjarsýslum<br />

þar sem varpstofninn minnkaði um 31% frá 1981 til 1998, eða um rúm 2% á ári. 72<br />

Lífshættir: Hrafninn verpur yfirleitt í klettum en einnig á mannvirkjum og notar sömu varpstaði<br />

árum saman. Hann verpur snemma, oftast um miðjan apríl, og ungÁrnir yfirgefa foreldrana<br />

ekki fyrr en í júlí. Fullorðnu fuglÁrnir halda sig í grennd við varpstaðinn árið um kring en<br />

ungfuglÁrnir flakka viða þar til þeir fara að verpa, 3-5 ára gamlir. 65 Hrafninn er staðfugl hér<br />

á landi. Hann er alæta, skæður eggja- og ungaræningi og getur valdið miklum usla og<br />

stundum fjárhagslegu tjóni í þéttum fuglabyggðum eins og æðarvörpum. Hrafninn drap<br />

talsvert af lömbum áður fyrr og leggst stundum á afvelta fé og rænir matvælum sem liggja á<br />

glámbekk. A siðari árum hafa hrafnar gatað rúllubagga í óþökk bænda.<br />

Helstu ógnir: Hrafninn er ofsóttur af ýmsum sem telja sig verða fyrir tjóni af hans völdum; menn<br />

steypa undan honum og skjóta jafnvel að tilefnislausu. Á árunum 1995-1998 voru<br />

5.500-7.100 hrafnar drepnir á ári. 94 Miðað við áætlaða stofnstærð er ólíklegt að stofninn þoli<br />

slíka veiði. Rannsóknir í Þingeyjarsýslum hafa sýnt að þar er drepið meira af hröfnum en nemur<br />

viðkomu stofnsins á svæðinu og hefur varpstofninn þar því minnkað um þriðjung frá 1981.<br />

Varpstofn hrafna í Þingeyjarsýslum<br />

1981-1998. — The number of raven<br />

pairs breeding in in the counties of<br />

Þingeyjarsýsla, NE-lceland, in 1981-<br />

1998.<br />

70

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!