26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tegundir í yfirvofandi hættu (VU)<br />

GRÁGÆS<br />

Anser anser<br />

Staða: í yfirvofandi hættu (VU)<br />

Forsenda: Hefur fækkað, >20% fækkun á 10 árum<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

V Bernarsamningur: Viðauki III<br />

Grágæsin er algengur varpfugl á láglendi um land allt og fjölgaði mikið eftir 1960. Siðan<br />

1990 hefur stofninn hins vegar minnkað um meira en fimmtung, líklega vegna vaxandi<br />

skotveiða. Islenski grágæsarstofninn er einn fárra gæsastofna sem fara minnkandi.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: Grágæsin verpur á láglendi um land allt og á stöku stað í allt að<br />

400-500 m y.s. Hún er algengust meðfram stórám og í grösugum eyjum. Grágæsin hefur<br />

breiðst út á þessari öld samhliða vexti í stofninum og var t.d. nær óþekkt á Vestfjörðum fyrir<br />

1960. Fylgst hefur verið með íslenska grágæsarstofninum á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum<br />

síðan 1960. Stofninn óx til 1990 og var þá áætlaður 115.000 fuglar í lok veiðitíma hér á<br />

landi. 74 Undanfarin ár hefur grágæsum fækkað jafnt og þétt og taldi stofninn um 83.000<br />

fugla haustið 1998. Þessi mikla fækkun (yfir 20% á tæpum áratug) hefur ekki verið skýrð til<br />

fulls. Mikið og sennilega vaxandi veiðiálag hér á landi er þó líklegasta skýringin. Islenski<br />

grágæsarstofninn er nú einn fárra gæsastofna í heiminum sem ekki eru stöðugir eða í vexti.<br />

Lífshættir: Varpkjörlendi grágæsar er í eða við votlendi, oft í kjarrivöxnum móum og<br />

árhólmum. Hún heldur sig mikið í mýrum en einnig á ræktuðu landi vor og haust og kvarta<br />

þá margir undan tjóni af hennar völdum. Flestar grágæsir fara á haustin til Bretlandseyja og<br />

snúa til baka í apríl. Síðan 1960 hafa nokkur hundruð fuglar haldið til allan veturinn á<br />

Innnesjum. 82 Varpið hefst í byrjun maí og eggin, sem eru 4-7, klekjast á tæpum mánuði og<br />

verða ungÁrnir fleygir í ágúst. Stór hluti grágæsarstofnsins er ókynþroska fuglar (geldfuglar)<br />

og fella þeir fjaðrir við vötn og ár, frá lokum júní og fram í ágúst. Fæðan er margvíslegur<br />

gróður, einkum starir, gröð og ber. Grágæsir sækja einnig í túngröð, kartöflur og korn.<br />

Helstu ógnir: Allt að þriðjungur grágæsarstofnsins er veiddur hér á landi ár hvert, (t.d. um 37<br />

þúsund fuglar árið 1998), 94 og bendir margt til þess að grágæsin sé ofveidd. Nokkuð er um<br />

ólöglegar veiðar hér á vorin og um skeið voru ófleygar gæsir veiddar meðan þær voru í<br />

Islenski grágæsarstofninn 1960-<br />

1998, byggt á talningum á<br />

vetrarstöðvum á Bretlandseyjum.<br />

— Numbers of icelandic Greylag<br />

Geese 1960-1998 based on<br />

counts in the wintering grounds<br />

in Britain.<br />

64

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!