26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Útdauðir sem varpfuglar í íslenskri náttúru (EW)<br />

HAFTYRÐILL<br />

Alle alle<br />

Staða: útdauður sem varpfugl á Islandi (EW)<br />

Forsenda: Verpur ekki lengur á Islandi, hætti varpi um 1995<br />

Alþjóðlegar skuldbindingar:<br />

V Bernarsamningur: Viðauki III<br />

Haftyrðill er smávaxinn sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norðurhöfum en suðurmörk<br />

varpútbreiðslu hans hafa legið um Island. Fram á síðustu ár hafa nokkur pör orpið í<br />

Grimsey og áður fyrr var einnig varp á Langanesi. Haftyrðli hefur fækkað mjög og er hann<br />

nú horfinn úr tölu íslenskra varpfugla. Hann er hins vegar algengur vetrargestur hér við land.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: I upphafi 20. aldar voru talin 150-200 varppör í landinu, þar á<br />

meðal í Grímsey og á Langanesi. Varpstofninn dróst sífellt saman og frá því um 1950 var<br />

Grímsey eini þekkti varpstaöurinn. 38 ' 97 Þar voru 5 til 6 fuglar á níunda áratugnum, 102 aðeins<br />

eitt par var eftir árið 1993 og frá 1997 hefur varpfugla ekki orðið vart.' 04 Allt bendir því til þess<br />

að haftyrðill sé horfinn úr tölu íslenskra varpfugla. Haftyrðill er engu að síður allalgengur vetrargestur<br />

hér við land.<br />

Lífshættir: Haftyrðlar halda tryggð við maka sinn og hreiðurstað sem er í urðum og skriðum<br />

undir siávarhömrum. Varpið á Islandi hófst um miðjan mal, nokkru fyrr en á norðlægari<br />

slóðum. Eggið er eitt og klekst út á 3-4 vikum. Haftyrðillinn nærist á svifdýrum sem hann<br />

safnar I hálspoka þegar hann ber fæðu I ungann. Utan varptlmans dvelur hann að mestu við<br />

hafísröndina en hrekst þó oft langa vegu undan illviðrum, [afnvel langt inn I land.<br />

Helstu ógnir: Islenski varpstofninn er líklega liðinn undir lok og þar með aðalhættan, sem var<br />

truflun á varpstöðvunum af mannavöldum. Haftyrðlum fækkaði stöðugt á Islandi á 20. öld og<br />

hugsanlegt er að hlýnandi loftslag framan af öldinni hafi átt mestan þátt I þeirri fækkun, enda<br />

hefur haftyrðill hér við land ávallt verið á syðstu mörkum útbreiðslu sinnar. 34 Hættur fyrir þá fugla<br />

sem dvelja hér að vetrarlagi eru hverfandi nema af náttúrlegum orsökum, svo sem vegna fæðuskorts.<br />

Vernd og vöktun: Haftyrðlar og varpstaðir þeirra voru friðaðir 1954 og gilda þau ákvæði<br />

enn.<br />

Staða á heimsvisu: Haftyrðill er líklega algengasti sjófugl I Norður-Atlantshafi og er álitið að I<br />

stofninum séu tugmilljónir einstaklinga. Stofninum er því engin hætta búin þótt hann verpi ekki<br />

lengur á Islandi.<br />

English summary: The Little Auk is one of the most abundant seabird species in the North<br />

Atlantic. At the turn of the 20th century there were an estimated 150 to 200 breeding pairs<br />

in lceland but the breeding population has declined steadily since. Only one pair remained<br />

in 1993 and since 1997 none has been seen at the last known breeding site, on the island<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!