26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Útdauðar tegundir (EX)<br />

GEIRFUGL Pinguinus impennis<br />

Staða: Utdauður (EX)<br />

Forsenda: Dó út 1844<br />

Geirfuglinn varð útdauður árið 1844 en þá voru tveir síbustu fuglÁrnir sem vitað er um í heiminum<br />

drepnir í Eldey undan Reykjanesi. Aðalvarpstaður geirfugla við Island var á Geirfuglaskerjum,<br />

sem voru djúpt undan Eldey, en skerin hurfu í sæ við jarðhræringar árið 1830. Geirfuglavarp<br />

er aðeins þekkt með vissu frá sunnan- og suðvestanverðu landinu.<br />

Utbreiðsla og stofnstærð: A sögulegum tíma var íslenski varpstofninn talinn nema nokkrum<br />

hundruðum til fáeinna þúsunda para. Aðeins þrír varpstaðir eru þekktir fyrir víst: Geirfuglasker<br />

undan Reykjanesi og síðar Eldey, eftir að skerin hurfu í sjó við eldgos árið 1830, og loks<br />

Geirfuglasker í Vestmannaeyjum. Hugsanlegt er að geirfuglar hafi orpið á Tvískerjum undan<br />

Öræfum og á Hvalbaki austanlands. 46 Geirfugl er eina fuglategundin sem hefur orðið útdauð<br />

hér á landi og þar með í heiminum/' 46 ' 71 ' 108 Þegar síðustu geirfuglÁrnir voru drepnir í Eldey<br />

1844 hafði stofninn verið á niðurleið öldum saman vegna ofveiði. Geirfuglsbein hafa fundist<br />

í gömlum öskuhaugum en einungis á svipuðum slóðum og vitað er að fuglÁrnir urpu undir<br />

það síðasta, þ.e. á suðvesturhorni landsins og í Vestmannaeyjum. 105 Vera kann að geirfugl<br />

hafi verið útbreiddari hér við landnám.<br />

Lífshættir: Geirfuglinn var stærðtur svartfugla, um 70 cm langur og um það bil 5 kg á þyngd,<br />

mun stærri en núlifandi ættingjar hans, langvía og stuttnefja. Hann varp einu eggi og talið er<br />

að unginn hafi, 9 daga gamall, farið með foreldrum sínum á sjó um miðjan júlímánuð. 24 - 105<br />

Helstu ógnir: Geirfuglinn var nýttur hér öldum saman. Hann var ófleygur og því auðveld bráð<br />

á varpstöðvunum. A Nýfundnalandi smöluðu sjómenn fuglunum saman í réttir og rotuðu þá.<br />

Eftir miklu var að slægjast því hver fugl gaf um 1,5 kg af kjöti auk fitu og lýsis.<br />

Staða á heimsvísu: A sögulegum tíma var geirfugl algengastur við Nýfundnaland þar sem<br />

fuglunum var slátrað gegndarlaust. Geirfuglar urpu einnig á eyjum við strendur Norðvestur-<br />

Evrópu fram yfir aldamótin 1800. 27<br />

English summary: The Great Auk became extinct<br />

in 1844 when the last known pair in the world<br />

was captured on the island of Eldey off the<br />

southwest coast of lceland. Some 80 stuffed<br />

Great Auks still exist, along with a rather<br />

smaller number of egg shells. One stuffed<br />

specimen of lcelandic origin, an egg and a<br />

composite skeleton is on display in the<br />

lcelandic Museum of Natural History.<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!