26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tegundir þessar eru: álft, álka, fýll, heiðagæs, heiðlóa, hvítmáfur, jaðrakan, kría, langvía,<br />

lóuþræll, óðinshani, sandlóa, spói og skúmur; 30% til 50% af 8 tegundum til viðbótar verpa<br />

hérlendis. Þær eru: duggönd, hrossagaukur, kjói, lundi, rita, sendlingur, stelkur og æðarfugl.<br />

Þessar upplýsingar sýna svo ekki verður um villst að Islendingar bera ríka ábyrgð á mörgum<br />

fuglategundum öðrum en þeim sem er að finna á þessum válista.<br />

Fyrir utan varpfugla koma nokkrar tegundir fugla hér reglulega við á ferðum sínum heimshluta á<br />

milli vor og haust. Þetta eru: blesgæs, helsingi, margæs, rauðbrystingur, sanderla og tildra.<br />

Island gegnir þýðingarmiklu hlutverki sem viðkomustaður þessara tegunda og sennilega skiptir<br />

nokkurra vikna dvöl þeirra hér á landi sköpum fyrir viðkomu stofnana. Tvær tegundir til viðbótar<br />

eru fargestir hér við land, þ.e. fjallkjói og ískjói. Taflan hér að neðan sýnir mat á stofnstærð<br />

þessara fargesta að kjóunum undanskildum.<br />

3. tafla. Mat á stofnstærð nokkurra fargesta<br />

Helsingi Branta leucopsis 40.000 79<br />

Blesgæs Anser albifrons 33.000 41<br />

Margæs Branta bernicla 20.000 ,3 ' 73<br />

Rauðbrystingur Calidris canutus 270.000 42<br />

Sanderla Calidris alba 8.000 42<br />

Tildra Arenaria interpres 100.000 42<br />

Hlutfall Islenskra fugla af norrænum eða evrópskum stofni tegunda segir ekki alltaf alla söguna.<br />

Mörgum fuglategundum er skipt niður í undirtegundir (deilitegundir) sem er að finna á<br />

takmörkuðum svæðum. Þannig hefur sumum íslenskum varpfuglum verið lýst sem sérstakri<br />

undirtegund sem hvergi er að finna nema hér á landi eða í nágrannalöndum. Sem dæmi má<br />

nefna hrafn, jaðrakan, músarindil, skógarþröst, stelk og tjald. I hópi fargesta eru meðal annars<br />

blesgæs, margæs og rauðbrystingur.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!