26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fuglavernd og áhyrgð Íslendinga<br />

Sérstakrar nærgætni er þörf í umgengni við ýmsar fuglategundir sem eru á válista vegna þess<br />

að stofnar þeirra eru mjög litlir eða staðbundnir. Fuglavernd er þó ekki bundin eingöngu við<br />

slíkar tegundir. Einn þáttur í fuglavernd er að reka skilvirkt vöktunarkerfi til þess að fylgjast vel<br />

með hugsanlegum stofnbreytingum og reyna að átta sig á orsökum þeirra. Enn sem komið er<br />

hefur slíku samræmdu kerfi ekki verið komið á hér á landi. Ymsir fuglastofnar, eða hlufar<br />

þeirra, eru engu að síður vaktaðir af opinberum aðilum, þar á meðal Náttúrufræðistofnun<br />

Islands, Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og Háskóla Islands, eða áhugamönnum, svo<br />

sem innan Fuglaverndarfélags Islands.<br />

Island er mjög auðugt af fuglum. Tegundirnar eru þó ekki margar miðað við mörg önnur lönd<br />

en fuglamergðin er mikil. Stór hluti af heimsstofni margra fuglategunda verpur hérlendis. I<br />

skýrslu sem gefin var út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar árið 1997 og fjallar um<br />

fuglastofna á Norðurlöndum 14 eru sérstaklega dregnar fram þær fuglategundir sem einstök<br />

lönd bera meiri ábyrgð á en önnur.<br />

I 2. viðauka á bls. 100-101 er að finna upplýsingar um áætlaða stofnstærð íslenskra<br />

varpfugla sem eru ekki á þessum válista. Þær eru bornar saman við heildarmat á stofnum<br />

viðkomandi tegunda í Evrópu og á Norðurlöndum (og er Grænland þar með friðlýst). Þótt<br />

sumar tegundanna séu ekki bundnar við Evrópu eru upplýsingar um stofnstærð mun<br />

takmarkaðri frá öðrum heimshlutum og talsvert örðugt að draga þær saman. Evrópa, og ekki<br />

síst Norðurlönd, eru ennfremur þau svæði sem íslenskir fuglastofnir eru einkum bornir saman<br />

við í skýrslum eða öðrum yfirlitsritum sem tekin eru saman á vegum opinberra aðila í<br />

tengslum við alþjóðlegt samstarf.<br />

Stofnmat fyrir einstakar tegundir er ákaflega misjafnt að gæðum eftir löndum Evrópu. I<br />

heildina má segja að Bretland og Holland standi best að vígi en yfirleitt eru gögn mun<br />

ónákvæmari frá hinu víðfeðma ríki Rússlandi svo dæmi sé tekið. I örfáum tilvikum liggur ekki<br />

fyrir mat á stofnstærð tegundar i tilteknu landi, einkanlega ef tegundin er nokkuð algeng þar.<br />

I 2. viðauka á bls. 100-101 eru 46 fuglategundir sem ekki eru á íslenskum válista, þótt sumar<br />

séu á válistum annarra þjóða. Bróðurpartinn af evrópskum varpstofni fimm þessara tegunda<br />

(50-80%) er að finna hér á landi. Þetta eru: álka, heiðagæs, hvítmálfur, kría og spói; 30-50%<br />

af evrópskum varpstofni átta annarra tegunda að finna á Islandi. Þetta eru: fýll, heiðlóa,<br />

langvía, lóuþræll, lundi, sandlóa, sendlingur og skúmur.<br />

A Islandi verpa tæplega 80% af öllum álkum í Evrópu og eru langflestar þeirra í Látrabjargi,<br />

þar verpa raunar 70% af öllum álkum í heiminum." stærðtu lundabyggðirnar hér eru í<br />

Vestmannaeyjum 69 en skúmar eru algengastir á Breiðamerkursandi og Skeiðarársandi. 70 Ríflega<br />

60% af heiðagæsum í Evrópu, og jafnframt í heiminum, verpa á Islandi og er langstærðta varp<br />

þeirra í Þjórsárverum.<br />

Ef litið er til hlutfallslegrar stærðar íslenskra fuglastofna miðað við Norðurlönd má sjá að meira<br />

en 50% af norrænum varpstofni a.m.k. 14 tegunda er að finna hér á landi (2. viðauki).<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!