26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

óþarfa truflun. Þá eru miklar takmarkanir á því hvers konar verkfæri eða aðferðir heimilt er<br />

að nota til fuglaveiða. Notkun eiturs eða svefnlyfja til að drepa fugla er til dæmis ólögleg.<br />

Umhverfisráðuneytið hefur yfirumsjón með málum er snerta villta fugla í landinu. I júní 2000<br />

eru í gildi þrjár reglugerðir sem snerta fugla, en þær fjalla um: (1) fuglaveiðar og nýtingu<br />

hlunninda af villtum fuglum (nr. 456/1994, ásamt síðari breytingum), (2) friðun tiltekinna<br />

fugla, friðlýsingu æðarvarps, fuglamerkingar, hamskurð o.fl. (nr. 252/1996) og (3) veiðikort<br />

og hæfnispróf veiðimanna (nr. 291/1995).<br />

Sumar fuglategundir njóta strangari friðunar að lögum en aðrar, annaðhvort fyrir þá sök að þær<br />

eru mjög sjaldgæfar eða vegna þess að beita þarf sérstakri varúð í umgengni við þær. Þannig er<br />

dvöl manna óheimil við hreiður fálka, hafarnar, snæuglu, haftyrðils, keldusvíns og þórshana.<br />

Þessum fuglum og öllum flækingsfuglum ber að skila til Náttúrufræðistofnunar Islands ef þeir<br />

finnast dauðir eða illa haldnir. Einnig er óheimilt að stoppa þá upp nema með leyfi stofnunarinnar.<br />

Þá geta landeigendur takmarkað umferð um æðarvörp með því að láta friðlýsa þau.<br />

I lögum um náttúruvernd (nr. 44/1999) eru m.a. ákvæði um sérstaka verndun búsvæða sem<br />

eru mikilvæg fyrir fugla, t.d. ósnortnar mýrar, vötn og leirur. I Náttúruminjaskrá 78 sem tekin er<br />

saman á grundvelli þessara laga eru skráð mörg mikilvæg fuglasvæði sem annað hvort eru<br />

friðlýst eða talið er æskilegt að njóti sérstakrar verndar. I fyrrgreindum lögum er einnig að<br />

finna ákvæði um innflutning framandi lífvera i náttúru Islands. Þá hafa verið sett sérstök lög<br />

um verndun svæða sem teljast hafa mikla þýðingu fyrir fugla, þ.e. lög um verndun Mývatns<br />

og Laxár (nr. 36/1974) og um vernd breiðafjarðar (nr. 54/1995). Loks er í lögum um mat á<br />

umhverfisáhrifum (nr. 106/2000) fjallað um hvernig standa beri að undirbúningi fyrir<br />

tilteknar framkvæmdir sem hafa kunna umtalsverð áhrif á náttúru landsins.<br />

Alþjóðlegir<br />

samningar<br />

Island hefur skuldbundið sig með Alþjóðasamningum til að vernda ýmsar fuglategundir og<br />

búsvæði margra þeirra. Aðild að Parísarsamningnum um fuglavernd (frá 1950) var samþykkt<br />

árið 1956 og tók íslensk löggjöf mið af þeim samningi um árabil. Island gerðist árið 1977<br />

aðili að samningi um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fugla, (Ramsar, 1971).<br />

Markmið þessa samnings er að stuðla að verndun votlendissvæða í heiminum, sérstaklega<br />

þeirra sem talin eru mikilvæg búsvæði fyrir votlendisfugla. Þrjú votlendissvæði á Islandi eru<br />

nú á skrá skv. Ramsarsamningnum: Mývatn - Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður við Akranes.<br />

Auk þess eru 58 önnur svæði hér á landi talin alþjóðlega mikilvæg svæði fyrir fugla. 80<br />

Arið 1993 gerðist Island aðili að samningi ríkja í Evrópu og Norður-Afríku um vernd villtra<br />

dýra og villtra plantna og lífsvæða þeirra í Evrópu, svokölluðum Bernarsamningi. árið 1994<br />

staðfesti Island aðild sína að RÍÓ-samningnum um vernd líffræðilegs fjölbreytileika, en hann<br />

kveður m.a. á um vernd og sjálfbæra nýtingu lífríkis, stofna og tegunda, búsvæða þeirra og<br />

vistkerfa. Þá fullgilti Island árið 2000 CITES-samninginn sem fjallar um alþjóðlega verslun<br />

með tilteknar tegundir lífvera og flutning þeirra milli landa.<br />

Islensk fuglaverndarlöggjöf frá árinu 1994, (nr. 64/1994), er að verulegu leyti byggð á<br />

Bernarsamningnum. Samningnum fylgja fjórir viðaukar. I viðauka II eru taldar upp tegundir<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!