26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

eru yfirleitt umfangslitlar og staðbundnar hver um sig, og landsmenn gera sér því ef til vill<br />

ekki Ijósa grein fyrir þessari áhættu. Hættan er hins vegar sú að fyrr en varir getur búsvæði<br />

sem tegund byggir afkomu sína á verið orðið af skornum skammti eða mjög breytt. Sem<br />

dæmi má nefna viðtæka framræslu votlendis á síðari hluta 20. aldar. 54 Síbreytileg viðhorf í<br />

atvinnulífi og framkvæmdum gera það að verkum að náttúran er undir stöðugum og<br />

margvíslegum þrýstingi. Sífelldar minniháttar breytingar eru sennilega meiri ógn til langframa<br />

en stórar staðbundnar framkvæmdir, sem þó eru mun meira áberandi meðan á þeim stendur.<br />

Hið sama á við um mengun, þar sem álitið er að stöðug (krónísk) mengun hafi samanlagt<br />

mun meiri áhrif en þau tiltölulega fáu stórslys sem verða og vekja yfirleitt mikla athygli.<br />

Líklega eru það landgræðsluaðgerðir, einkum skógrækt, sem eiga eftir að breyta ásýnd landsins<br />

og þar með búsvæðum fugla meira en nokkrar aðrar framkvæmdir í náinni framtíð. Fuglar sem<br />

byggja afkomu sína á opnu landi munu víkja þegar fram í sækir, en í þeirra stað koma fuglar<br />

sem eru háðir gróskumiklum búsvæðum eða skógi. Aður var land ræst fram í þágu túnræktar og<br />

„hagabóta" en nú eru mýrlendi sums staðar þurrkuð til þess að stunda þar trjárækt. Lausnin er<br />

ekki sú að banna allar slíkar framkvæmdir, heldur þarf að meta áhrif þeirra á fuglastofna og<br />

annað náttúrlegt lífríki landsins og stjórna því með skynsamlegum hætti hvar trjárækt skuli<br />

stunduð.<br />

Skotveiðar og aðrar nytjar, svo sem eggjataka, ungatekja eða veiðar í háf, eru í eðli sínu<br />

aðgerðir sem stefnt geta fuglastofnum í hættu. Sjálfsagt er að leyfa veiðar á vissum tegundum<br />

fugla en jafnframt verður að vera Ijóst hversu miklu álagi veiðarnar valda eða hvort hætta sé<br />

á ofveiði og meta til hvaða aðgerða réttast er að grípa ef svo er. Tilkoma veiðiskýrslna 1995<br />

var mikilvægt skref í átt til skynsamlegrar stjórnunar á fuglaveiðum þótt þær tryggi ekki einar<br />

sér að fuglastofnum sé ekki ógnað. Meta þarf stærð, ástand og veiðiþol þeirra fuglastofna<br />

sem heimilt er að veiða og vakta þá með skipulegum hætti. Nauðsynlegt er að átta sig á að<br />

veiðiálag getur breyst með tíð og tíma og eftir landshlutum. Tæki til veiða verða sífellt<br />

fullkomnari og möguleikar manna til þess að komast á afskekkta staði, sem lítið hefur verið<br />

veitt á, eru nú mun meiri en áður.<br />

Ónæði við hreiður er hætta sem vofir yfir sumum fuglategundum, einkum þeim sem eru<br />

sjaldgæfar en auðfundnar. Þannig eru hafernir yfirleitt mjög viðkvæmir fyrir truflun við<br />

hreiður, auk þess sem þeir verpa ekki aftur sama sumar ef varp misferst. Öðrum fuglum sem<br />

eru álika sjaldgæfir og hafernir, til dæmis skeiðöndum, er ekki eins mikil hætta búin af<br />

þessum sökum, enda erfitt að finna hreiður þeirra, þær verpa ekki á nákvæmlega sama stað<br />

ár hvert. Andahreiðrum er fyrir komið á lítt áberandi stað og endur verpa aftur ef fyrsta varp<br />

misferst. Eggjasöfnun er einnig í eðli sínu hættuleg fyrir sjaldgæfustu varpfuglana en lengi<br />

hefur verið bannað samkvæmt íslenskum lögum að safna eggjum fyrir einkasöfn. Engu að<br />

síður er þessi iðja stunduð í landinu.<br />

Innflutningur nýrra tegunda lífvera sem keppa við, hafa óbein áhrif á eða lifa á innlendum<br />

tegundum veldur áhyggjum víða um heim. Minkurinn, sem reynst hefur mörgum fuglastofnum<br />

skeinuhættur, er augljósasta dæmið hér á landi. Innfluttar plöntutegundir hafa í auknum mæli<br />

breytt stórum svæðum og þar með fuglafánunni sem þar þrífst, ekki síst á láglendi þar sem<br />

fuglalíf er einnig fjölbreyttast. Önnur óbein áhrif manna eru margvísleg og má nefna sem<br />

dæmi að tugþúsundir fugla drepast árlega í veiðarfærum landsmanna. Er augljóst að<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!