26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

verið á samfelldri niðurleið um árabil. Ef ekki er komið í veg fyrir stöðuga fækkun verður<br />

viðkomandi stofn orðinn hættulega lítill fyrr en varir, jafnvel þótt hann sé enn nokkuð stór. Oft<br />

er fleiri en ein ástæða fyrir því að fegund er á válista. Sem dæmi má nefna húsönd. Stofninn<br />

er lítill, staðbundinn og hefur verið á stöðugri niðurleið um árabil.<br />

Fáliðaðir varpfuglar<br />

Meira en helmingur (18 af 32) tegunda er á válistanum vegna þess að stofnar þeirra eru<br />

litlir. I fyrsta lagi er um að ræða nýja landnema, eins og brandönd, fjöruspóa, gráspör,<br />

helsingja, skutulönd, stormmáf og strandtittling. I öðru lagi eru þetta tegundir sem ávallt hafa<br />

verið strjálar hér á landi en sumum þeirra hefur jafnframt fækkað vegna skerðingar búsvæða,<br />

vegna ofsókna eða af óþekktum orsökum. Meðal strjálla fugla má nefna fálka, haförn,<br />

himbrima, gargönd og þórshana. Loks má nefna tegundir sem sennilega hafa verið miklu<br />

algengari hér áður fyrr en hefur fækkað vegna skerðingar búsvæða, svo sem flórgoða.<br />

Staðbundnir stofnar<br />

Tæplega þriðjungur tegunda á válistanum (9 af 32) verpur á tiltölulega fáum eða<br />

afmörkuðum svæðum hér á landi. Fjórar þeirra eru fremur algegnir sjófuglar, þar af þrjár<br />

sem verpa svo að segja eingöngu á einum stað; í Vestmannaeyjum, (sjósvala, skrofa og<br />

stormsvala). Sú fjórða, súlan, verpur einnig á nokkrum öðrum stöðum. Umhverfisslys og<br />

náttúruhamfarir á þeim slóðum gætu hugsanlega höggvið stórt skarð í stofnana og ógnað<br />

tilvist þeirra hér á landi. Fimm tegundir vatnafugla eru að miklu eða öllu leyti bundnar við<br />

Mývatn; flórgoði, gargönd, hrafsönd, húsönd og skutulönd. Vistkerfi Mývatns og Laxár<br />

gegna því lykilhlutverki fyrir þessar tegundir hér á landi og því er mjög mikilvægt að tryggja<br />

verndun þess.<br />

Stofnar á niðurleið<br />

Allt að 10 tegundum á válistanum hefur fækkað umtalsvert. I sumum tilvikum eru ástæður<br />

óljósar eins og hjá húsönd og hrafnsönd. I öðrum tilvikum hefur eyðilegging búsvæða leitt til<br />

fækkunar og má þar nefna flórgoða.<br />

Fjórum tegundum á válistanum hefur öllum líkindum fækkað vegna ofveiði: grágæs, hrafni,<br />

stuttnefju og svartbaki. Mikilvægt er að skilgreina hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á eða<br />

ógna þessum fuglastofnum svo unnt sé að skipuleggja viðeigandi mótvægisaðgerðir. Grágæs<br />

er algengur fugl á íslandi en síðustu 10 ár hefur stofninn minnkað stöðugt og er nú um<br />

20-30% minni en hann var árið 1990. Engar fullnægjandi skýringar eru á þessari fækkun í<br />

stofninum en helst er hallast að því að ofveiði ráði þar mestu. Heimilt er að veiða tvær<br />

þessara tegunda án takmarkana, en það eru hrafn og svartbakur. Hér á landi hafa sumir litið<br />

á hrafn og svartbak sem helstu óvini manna í fuglaheimi. Lengi var sú skoðun ríkjandi að<br />

útrýma bæri þessum tegundum. Fáum dettur slíkt í hug nú á tímum en margir eru þó enn<br />

þeirrar skoðunar að fækka þurfi þessum fuglum. Stofnar hrafns og svartbaks hafa dregiðt<br />

saman á síðustu áratugum; svartbaki hefur fækkað að því er virðist um land allt og hrafni á<br />

stórum landsvæðum, svo sem i Þingeyjarsýslum og hugsanlega á landinu öllu.<br />

I lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun (nr. 64/1994) er sú meginregla sett að ákvörðun um<br />

að leyfa veiðar skuli byggjast á því að viðkoma stofns sé nægileg til þess að vega upp á<br />

móti afföllum vegna veiða. Þó er unnt að hafa áhrif á útbreiðslu tegundar ef skilgreindir<br />

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!