26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

íslenskir varpfuglar á válista<br />

Á Islandi verpa eða hafa orpið að staðaldri 76 fuglategundir. Á válistanum eru 32 þeirra, eða<br />

42% íslenskra varpfugla (1. tafla). Ein tegundanna er útdauð (EX) og tvær útdauðar sem<br />

varpfuglar í íslenskri náttúru (EW). Aðrar tegundir á válistanum falla í fjóra flokka: 6 eru taldar í<br />

bráðri hættu (CR), 5 í hættu (EN), 15 í yfirvofandi hættu (VU) og 3 í nokkurri hættu (LR).<br />

Islenskt fuglaríki tekur breytingum í tímans rás. Á síðustu 100 árum hafa tvær tegundir dáið út<br />

sem varpfuglar í íslenskri náttúru, keldusvín og haftyrðill, en yfir 30 nýjar tegundir bæst við sem<br />

varpfuglar. Helmingur þeirra verpur hér nú að staðaldri. Varpstofn nýrra landnema er í upphafi<br />

lítill, aðeins fá varppör, og sökum smæðar hans lenda þessar tegundir á válista. Auk tegunda<br />

sem náð hafa fótfestu hér á landi hafa rúmlega tuttugu tegundir flækingsfugla reynt varp en ekki<br />

náð að ílendast. Hér eru taldar til reglulegra varpfugla tegundir sem orpið hafa samfellt<br />

undanfarin 10 ár. Tegundir sem hafa orpið stöku sinnum án þess að ílendast, svo sem<br />

krossnefur og hrókönd, teljast ekki til þess hóps og eru því ekki á válistanum. Álitamál er hvort<br />

telja beri svartþröst til reglulegra varpfugla en hann hefur orpið hér nær árlega frá 1992.<br />

Á meðal flækingsfugla sem reynt hafa varp hérlendis en ekki náð fótfestu eru fuglar sem geta<br />

valdið skaða i náttúru landsins. Hróköndin er dæmi um slíkan fugl, en hún er norður-amerísk að<br />

uppruna og var flutt til Evrópu og höfð þar í andagörðum. Nú hafa hrókendur náð að fjölga sér<br />

í villtri náttúru margra Evrópulanda og ógna þar tilvist eirandar, sem er gamalgróin evrópsk<br />

tegund. Hrókendur hafa leitað til Islands og orpið hér en ekki náð að ílendast enn sem komið<br />

er. 83 Nái þær fótfestu gætu þær hugsanlega hrakið flórgoða frá búsvæðum sínum og skaðað<br />

þannig þennan gamla íbúa landsins sem á nú þegar undir högg að sækja. Aðgerðir hafa verið<br />

skipulagðar til þess að reyna að uppræta hróköndina úr villtri náttúru í Evrópu og það hlýtur að<br />

koma til álita að aflétta friðun hennar hér á landi til að koma í veg fyrir að hún setjist að.<br />

Bjargdúfa er ekki á válistanum en ætti e.t.v. heima þar. Dúfur hafa um árabil orpið á<br />

nokkrum stöðum í villtri náttúru landsins, einkum á Austurlandi. 90 Engar rannsóknir hafa verið<br />

gerðar til þess að grafast fyrir um uppruna fuglanna, en þeir eru annaðhvort afkomendur<br />

taminna dúfna sem lagst hafa út eða raunverulegar bjargdúfur komnar hingað af sjálfsdáðum<br />

erlendis frá. Tamdar dúfur, sem voru fluttar hingað og hafa verið landlægar um langt<br />

skeið, 63 voru upphaflega ræktaðar út frá bjargdúfum. Meðan nánari upplýsingar liggja ekki<br />

fyrir um uppruna þessara dúfna eru þær ekki á válistanum.<br />

Sumum fuglum virðist hafa fækkað mikið á 20. öld, t.d. óðinshana, 32 - 81 hávellu 6,34,39 og<br />

steindepli 98 . Undanfarin ár virðast þessir stofnar hins vegar hafa staðið I stað og steindepli<br />

líklega fjölgað þótt upplýsingar um stofnbreytingar séu af skornum skammti. Samkvæmt þeim<br />

viðmiðum sem beitt er við gerð válistans eru ekki forsendur fyrir því að hafa þessar tegundir<br />

á listanum enda eru þær enn algengir varpfuglar í landinu. Náttúrufræðistofnun Islands telur<br />

nauðsynlegt að vakta þessa fuglastofna sérstaklega á næstu árum þannig að áreiðanlegt mat<br />

á ástandi þeirra og stofnbreytingum liggi fyrir þegar válistinn verður endurskoðaður.<br />

Ymsar ástæður eru fyrir því að tegund er sett á válista og hvernig hún raðast í flokk. Ef<br />

varpstofn er fáliðaður fer viðkomandi tegund á válista. Sama er að segja um tegundir sem<br />

verpa á aðeins einum stað eða fáum stöðum. Þá er tegund sett á válista ef landsstofninn hefur<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!