26.09.2015 Views

Válisti 2

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

Válisti fugla - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Geirfuglar urðu útdauðir á Islandi og þar með í heiminum öllum 1844. Myndin er úr fyrstu<br />

útgáfu af The Birds of America, sem kom út í London 1827-1838, eftir hinn kunna ameríska<br />

listamann og náttúrufræðing John James Audubon (1785-1851).<br />

Þessi válisti sýnir að miðað við alþjóðlega staðla þurfa 42% íslenskra varpfugla sérstaka<br />

aðgæslu hér á landi. Sumir þeirra eru nýlega fÁrnir að verpa hér og varpstofnar þeirra þar<br />

af leiðandi litlir, en á listanum eru einnig gamalgrónir varpfuglar sem eiga undir högg að<br />

sækja, svo sem gulönd, haförn, hrafn og svartbakur. Sú niðurstaða ætti ekki að koma á óvart<br />

miðað við þær breytingar sem orðið hafa á náttúru Islands af manna völdum. Óvild gagnvart<br />

ránfuglum og ýmsum öðrum keppinautum okkar úr fuglaríkinu á einnig verulegan þátt í því<br />

hvernig komið er fyrir sumum varpstofnum. Mikilvægt er að auka fræðslu um stöðu<br />

válistafuglanna í íslensku umhverfi, rannsóknir á þeim og skipulega vöktun þeirra. Einnig þarf<br />

að haga fuglaveiðum þannig að þær valdi ekki hruni stofna og að varpstöðvar og önnur<br />

búsvæði tegundanna njóti verndar.<br />

<strong>Válisti</strong> sá yfir fugla sem hér fylgir er unninn af Kristni Hauki Skarphéðinssyni og Ævari<br />

Petersen. Umsjón með verkinu hafði Alfheiður Ingadóttir en Ólafur K. Nielsen, Arnór Þ.<br />

Sigfússon, Helga Valdimarsson, Karólína R. Guðjónsdóttir, María Harðardóttir og Jón<br />

Gunnar Ottósson veittu aðstoð við einstaka þætti verksins. Arnþór Garðarsson las yfir handrit<br />

og eru honum þakkaðar góðar ábendingar.<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!