05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rekstraráhætta<br />

Rekstraráhætta er skilgreind<br />

sem hættan á fjárhagslegu<br />

tapi afleiddu af svikum, mistökum,<br />

vanrækslu, óhagræði,<br />

kerfisbilunum eða utanað-<br />

komandi atvikum. Áhætta<br />

vegna regluvörslu, þ.e. hættan<br />

á lagalegum viðurlögum<br />

og upplýsingatækniáhætta,<br />

falla í þennan flokk. Brot<br />

gegn lögum og reglum, sem<br />

og bilanir í upplýsingakerfum<br />

geta valdið bankanum<br />

umtalsverðu tjóni. Bankastjóri<br />

setur ítarlegar reglur<br />

um stýringu rekstraráhættu<br />

og ábyrgðarsvið.<br />

Rekstraráhættudeild<br />

ber ábyrgð á að bankinn<br />

viðhaldi og þrói skilvirkt<br />

rekstraráhættustýringarferli<br />

sem er í samræmi við lagalegar<br />

kröfur og rekstraráhættustefnu<br />

bankans. Þá<br />

hefur deildin það hlutverk<br />

að viðhalda rekstrarsamfelluáætlunum<br />

og styður<br />

aðrar deildir bankans í<br />

innleiðingu þeirra. Stýring<br />

rekstraráhættu er á ábyrgð<br />

viðkomandi forstöðumanns.<br />

Upplýsingaöryggi, almennt<br />

öryggi, fræðsla og þjálfun<br />

eru mikilvægir hlutar<br />

stýringar rekstraráhættu og<br />

því er unnið náið með þeim<br />

deildum sem að þessum<br />

þáttum koma.<br />

Atvikaskýrslur, endurskoðun<br />

og eftirfylgni eru einnig<br />

mikilvægir hlutar stýringar<br />

rekstraráhættu, enda draga<br />

greining og úrbótaráðstafanir<br />

úr tapi sem hlýst af<br />

ófullnægjandi ferlum.<br />

Bankinn notar grunnbendistærðir<br />

(e. basic indicator<br />

approach) við útreikning á<br />

eiginfjárþörf í tengslum við<br />

rekstraráhættu á samstæðugrunni.<br />

Bankinn fylgir tilskipun<br />

Evrópuþingsins og<br />

ráðsins nr. 2005/60/EB frá<br />

14. júní 2006 og vísar í það<br />

skjal, sérstaklega viðauka 10,<br />

fyrsta hluta, um útreikning<br />

á eiginfjárþörf í tengslum<br />

við rekstraráhættu. <strong>Landsbankinn</strong><br />

tekur einnig mið af<br />

reglum Fjármálaeftirlitsins<br />

nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur<br />

og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.<br />

Samsöfnunaráhætta<br />

Samsöfnunaráhætta er<br />

skilgreind sem: (i) samsöfnun<br />

tengdra einstakra<br />

áhættuskuldbindinga og (ii)<br />

meiriháttar áhættuskuldbindingar<br />

gagnvart hópum<br />

gagnaðila þar sem áhætta á<br />

greiðslufalli er drifin af sameiginlegum<br />

undirliggjandi<br />

þáttum, s.s. atvinnugeira,<br />

hagkerfi, landfræðilegri<br />

staðsetningu, tækjakosti<br />

o.s.frv. Innanhúslíkan er<br />

notað til að mæla viðbótar<br />

eiginfjárþörf útlánaáhættu<br />

vegna samsöfnunar í<br />

lánasafninu út frá atvinnugeirum.<br />

Álagsprófun á<br />

eiginfjárþörf og<br />

aðgengi að fjármagni<br />

Innri álagspróf eru mikilvæg<br />

áhættustýringartæki og eru<br />

notuð í ICAAP-ferlinu og við<br />

gerð áætlana um eiginfjárþörf<br />

til að ákvarða hversu<br />

veruleg áhrif breytingar í<br />

þjóðhagslegu umhverfi hafa<br />

á eiginfjárþörf bankans.<br />

Álagspróf leiða í ljós hvernig<br />

eiginfjárþörf flöktir við mismunandi<br />

sviðsmyndir þar<br />

sem breytingar eru gerðar<br />

á ársreikningum, eiginfjárkröfum<br />

og eiginfjárhlutfalli.<br />

Álagsprófanir skiptast<br />

í eftirfarandi hluta:<br />

Sviðsmyndaþróun<br />

og samþykki<br />

Yfirfærslu sviðsmyndar<br />

á eignasafn bankans<br />

Útreikninga<br />

Greiningu og<br />

skýrslugerð<br />

Í ICAAP-skýrslu bankans<br />

fyrir 2010 voru greindar fjórar<br />

megin áfallasviðsmyndir.<br />

Sviðsmyndirnar byggja í<br />

grunninn á þjóðhagsspá<br />

Seðlabanka Íslands en lýsa<br />

ólíklegum en mögulegum<br />

efnahagsáföllum sem líkleg<br />

eru til að hafa neikvæð áhrif<br />

á afkomu bankans á hverjum<br />

tíma. Sviðsmyndirnar gera<br />

stjórnendum bankans kleift<br />

að móta framsýnar viðbragðsáætlanir<br />

við áföllum<br />

í samræmi við niðurstöður<br />

greininganna til að tryggja<br />

að lágmarkskröfum um<br />

eiginfjárhlutfall og lausafé<br />

sé fullnægt.<br />

82 Áhættustýring <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!