05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Vaxtaáhætta<br />

utan veltubókar<br />

Vaxtaáhætta er áhættan á<br />

að vaxtabreytingar á mörkuðum<br />

hafi áhrif á gangvirði<br />

og framtíðarsjóðstreymi<br />

fjármálagerninga. Vaxtabreytingar<br />

á eignum<br />

eða skuldum bankans utan<br />

veltubókar hafa áhrif á<br />

vaxtabil. Áhættuna má aðallega<br />

rekja til mismunar á<br />

lengd vaxtatímabila á milli<br />

eigna og skulda. Vaxta-<br />

áhættu er fyrst og fremst<br />

stýrt með því að fylgjast<br />

með vaxtamun og er það<br />

gert miðlægt innan bankans<br />

af Fjárstýringu undir<br />

eftirliti Eigna- og skulda<br />

áhættudeildar. Í núverandi<br />

efnahagsumhverfi hefur<br />

bankinn ekki aðgang að<br />

neinum afleiðugerningum<br />

eða öðrum tækjum sem nota<br />

má til að stýra vaxtaáhættu.<br />

Lausafjáráhætta<br />

<strong>Landsbankinn</strong> hefur sett<br />

bankanum og dótturfélögum<br />

lausafjárstýringarstefnu.<br />

Tilgangur stefnunnar er að<br />

tryggja nægjanlegt lausafé<br />

og fjármögnunarstyrk til að<br />

standa straum af fjárhagslegum<br />

skuldbindingum<br />

tímanlega og með hóflegum<br />

tilkostnaði, jafnvel við álagsaðstæður.<br />

Tilgangurinn<br />

er ennfremur að lágmarka<br />

lausafjársveiflur og tryggja<br />

að bankinn hafi ávallt aðgang<br />

að nægilegu fjármagni<br />

til að greiða skuldbindingar<br />

sínar. Áætlanir bankans innihalda<br />

m.a. álagspróf, viðlagaáætlanir<br />

vegna lausafjárstöðu<br />

og samskiptaáætlun.<br />

Það er stefna bankans að<br />

lausafjárstaða hans nægi til<br />

að standa tímanlega straum<br />

af skuldbindingum samkvæmt<br />

samningum og geta<br />

mætt úttektum á innlánum<br />

ef, af einhverjum ástæðum,<br />

viðskiptavinir glata trausti á<br />

bankanum.<br />

Vegvísir um gæði eigna úr nýrri stefnu bankans (sjá nánar í kafla 4)<br />

Auk þess er til staðar viðbragðsáætlun<br />

sem setur<br />

fram leiðir til að greina<br />

lausafjáratburð með fyrirfram<br />

ákveðnum hættumerkjum<br />

og aðgerðir til að koma<br />

í veg fyrir tímabundinn eða<br />

langtíma lausafjárskort.<br />

Áhættu- og fjármálanefnd<br />

bankans mótar stefnuna en<br />

Fjárstýring annast framkvæmd<br />

hennar í samstarfi<br />

við Eigna- og skuldaáhættudeild.<br />

Mæling lausafjár<br />

og álagsprófanir<br />

Helsti mælikvarðinn sem<br />

bankinn notar til að fylgjast<br />

með lausafjáráhættu er<br />

hlutfall grunnlausafjár<br />

og innlána. Þessi stuðull<br />

sýnir hlutfall þeirra innlána<br />

sem bankinn gæti greitt út<br />

fyrirvaralaust án verulegs<br />

taps vegna kostnaðarsamra<br />

aðgerða.<br />

Lausafjárstaða bankans er<br />

gríðarlega sterk og hefur<br />

ofangreint hlutfall hækkað<br />

milli ára úr 36% í lok árs<br />

2009 í 46% í árslok 2010.<br />

Eigna- og skuldaáhættudeild<br />

framkvæmir álagsprófanir<br />

til að tryggja að lausafjár<br />

staða bankans sé nógu góð<br />

til að þola ýmis atvik og aðstæður<br />

sem upp geta komið<br />

án þess að valda honum<br />

miklum vandkvæðum.<br />

Hver álagsprófun byggir á<br />

mismunandi forsendum til<br />

að meta áhrif mismunandi<br />

markaðsaðstæðna, sér í<br />

lagi áhrif afléttingar gjaldeyrishafta<br />

á innstæðugrunn<br />

bankans.<br />

Markmið Lykilmæling 2010 2011 2012 2013<br />

Gæði eigna >90 daga vanskil 24%

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!