05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Áhættustýring<br />

Áhættuvilji bankans er<br />

ákvarðaður í almennum<br />

áhættu- og útlánareglum<br />

sem Bankaráð samþykkir.<br />

Bankastjóri ákvarðar<br />

áhættumörk fyrir hverja<br />

starfseiningu. Áhættu- og<br />

fjármálanefnd endurskoðar<br />

áhættuvilja bankans árlega<br />

og leggur niðurstöður sínar<br />

fyrir Bankaráð til samþykktar.<br />

Lágmarks eiginfjárkröfur<br />

eru lykilmælikvarði á áhættu<br />

bankans. Viðskiptaeiningum<br />

er úthlutað fjármagni árlega<br />

samkvæmt áhættuvilja<br />

bankans. Áhættuvilji og<br />

langtímamarkmið eru hluti<br />

af viðskiptaáætlun bankans.<br />

Bankinn einsetur sér að fara<br />

í öllu að lögum og reglum,<br />

jafnt innri sem ytri.<br />

Áhættuviljinn tekur mið af<br />

því en hann tengist eigin fé á<br />

tvo vegu:<br />

1) Í gegnum áhættu á<br />

greiðsluþroti.<br />

2) Í gegnum áhættu á að<br />

eigið fé falli undir lágmarks<br />

eiginfjárkröfur.<br />

Áhættuvilji í tengslum við<br />

greiðsluþrot markast af<br />

öryggisbili og tímamörkum<br />

sem notuð eru til að reikna út<br />

innri eiginfjárkröfur. Öryggisbilið<br />

er 99,9% og tímamörkin<br />

eru eitt ár, en miðað er við<br />

að eiginfjárgrunnur bankans<br />

byggi á sama öryggisbili og<br />

tímamörkum og reglubundin<br />

eiginfjárkrafa eftirlitsaðila.<br />

Áhættuvilji tekur mið af<br />

lánshæfiseinkunn sem<br />

samræmist langtímamarkmiðum<br />

bankans.<br />

Áhættuviljinn mótast af eiginfjárstöðu<br />

á hverjum tíma<br />

ásamt framtíðarmarkmiðum<br />

um eigið fé. Markmið bankans<br />

er að eigið fé sé aldrei<br />

lægra en lágmarks eiginfjárgrunnur<br />

segir til um og er<br />

ICAAP-ferlið (innra matsferli<br />

bankans fyrir eiginfjárþörf)<br />

notað til að tryggja samkvæmni<br />

við þetta markmið.<br />

Langtímamarkmið bankans<br />

er að eiginfjárþáttur A sé yfir<br />

markaðsmeðaltali, ef gert er<br />

ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið<br />

falli frá eiginfjárkröfum umfram<br />

lögbundið lágmark.<br />

Áhættu- og<br />

eiginfjárstýring<br />

Áhættu- og eiginfjárstýring<br />

bankans byggir á fimm<br />

megin áhættuflokkum sem<br />

lýst er í almennum áhættu-<br />

og útlánareglum bankans<br />

en þær eru samþykktar af<br />

Bankaráði.<br />

Útlánaáhætta er áhættan<br />

á tapi verði gagnaðili<br />

ófær um að inna af hendi<br />

greiðslur í tengslum við<br />

lán, ábyrgðir og aðrar<br />

skuldbindingar.<br />

Markaðsáhætta er<br />

áhættan á að verðbreytingar<br />

á mörkuðum<br />

hafi áhrif á gangvirði og<br />

framtíðargreiðsluflæði<br />

fjármálagerninga.<br />

Gjaldeyrisáhætta er<br />

áhættan á að gengisbreytingar<br />

gjaldmiðla<br />

hafi áhrif á fjárhagsstöðu<br />

og sjóðstreymi tengdu<br />

fjármálagerningum.<br />

Lausafjáráhætta er skilgreind<br />

sem áhættan á að<br />

bankinn lendi í erfiðleikum<br />

við að uppfylla<br />

fjárhagslegar skuldbindingar<br />

sem gerðar eru upp<br />

með afhendingu reiðufjár<br />

eða annarra fjárhagslegra<br />

eigna, eða að slíku<br />

uppgjöri fylgi óhóflegur<br />

kostnaður. Áhættuna má<br />

rekja til hugsanlegs misvægis<br />

í tímasetningum<br />

greiðsluflæðis.<br />

Í rekstraráhættu felast<br />

óvæntar sveiflur í afkomu<br />

vegna mistaka eða svika<br />

starfsmanna, bilana í<br />

innri kerfum eða ytri<br />

atburða og lagalegra<br />

viðurlaga.<br />

Önnur áhætta felur í sér alla<br />

áhættuþætti sem ekki falla<br />

í einn fimm ofangreindra<br />

flokka. Önnur áhætta<br />

sem talin er geta haft<br />

veruleg áhrif á bankann er<br />

orðsporsáhætta og viðskiptaáhætta.<br />

Áhætta er ávallt til staðar í<br />

starfsemi bankans. Henni<br />

er stýrt með stöðugri<br />

greiningu, mati, mælingu<br />

og eftirliti sem tekur mið af<br />

áhættumörkum og öðrum<br />

stjórntækjum. Áhættugreining<br />

felst í að greina uppruna<br />

og eðli hugsanlegra áhættuþátta<br />

í starfsemi og framkvæmd<br />

bankans. Áhættumat<br />

felur í sér greiningu á<br />

alvarleika greindra áhættuþátta.<br />

Áhættumæling felur í<br />

sér viðeigandi mælingar á<br />

greindum áhættuþáttum til<br />

að hægt sé að stýra áhættu<br />

og fjármagnsþörf. Síðast en<br />

ekki síst felur áhættustýring<br />

í sér notkun reglna og verkferla<br />

til að hafa eftirlit með<br />

og takmarka áhættu sem<br />

bankinn tekur og tryggja<br />

að hún sé í samræmi við<br />

áhættuvilja og -stefnur.<br />

76 Áhættustýring <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!