Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

landsbankinn.is
from landsbankinn.is More from this publisher
05.05.2013 Views

4 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra Landsbankinn 2010

Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra Stoðirnar treystar Í lok árs 2008 dundi áfall yfir íslensku þjóðina sem markar upphaf dýpsta samdráttarskeiðs í íslensku efnahagslífi í áratugi. Hlutfall fjárfestinga er í sögulegu lágmarki, atvinnuleysi er hátt og áhrif samdráttarins á efnahag heimila og fyrirtækja eru á margan hátt mun djúpstæðari en á fyrri samdráttarskeiðum, m.a. vegna hárrar skuldsetningar. Hvar sem borið er niður eru stór verkefni framundan í íslensku efnahagslífi. Að auki bætist við óvissa er tengist yfirstandandi dómsmálum í fjármálakerfinu og skipan mikilvægra mála til framtíðar, t.d. fiskveiðistjórnunarkerfisins og orkuöflunar og -nýtingar. Þrátt fyrir þetta allt eru þó vísbendingar um að það versta sé að baki og flestir eru sammála um að langtímahorfur í efnahagsmálum séu góðar. Margt bendir til þess að hagvöxtur sé tekinn að glæðast á ný. Þó verður að hafa í huga að skuldsetning margra viðskiptalanda Íslendinga er mikil og staða sumra þeirra alvarleg. Þetta hefur áhrif á vöxt og viðgang hér á landi. Ekki er einsýnt á þessari stundu hvernig unnið verður úr þeim málum. Ár uppbyggingar og umbóta Landsbankinn hefur unnið markvisst allt árið 2010 að því að treysta stoðir sínar til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í erfiðu umhverfi. Það starf hefur verið leitt af nýju Bankaráði sem tók við á árinu, svo og nýjum bankastjóra. Þá var skipulagi bankans breytt og mikil endurnýjun varð í framkvæmdastjórn, hvorutveggja til að tryggja sem best framgang nýrrar stefnu og nýrrar hugsunar. Fyrir Landsbankann hefur það verið ærið verkefni að takast á við afleiðingar hrunsins og byggja upp innviði og traust að nýju, innanlands og utan. Þá hafa reglur og eftirlit með fjármálafyrirtækjum tekið töluverðum breytingum með það að markmiði að tryggja hagfellda starfsemi til framtíðar. Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins með vel yfir 100.000 viðskiptavini, eða um þriðjungs markaðshlutdeild og sterka stöðu í öllum greinum atvinnulífsins. Ábyrgð bankans er því mikil og þær kröfur sem gerðar eru til hans eru einnig miklar. Eignarhald Landsbankans er skýrt og það er kostur. Ríkissjóður er eigandi að Landsbankinn 2010 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra 5

4 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!