05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sala eigna<br />

Í kjölfar bankahrunsins var ljóst að nýju bankarnir myndu<br />

eignast fjölda eigna, bæði fyrirtæki og fasteignir. Á árinu 2009<br />

stofnaði <strong>Landsbankinn</strong> eignaumsýslufélögin Reginn ehf. og<br />

Vestia ehf. sem annast skyldu umsýslu eigna sem bankinn<br />

eignaðist. Að auki á <strong>Landsbankinn</strong> dótturfélagið Hömlur ehf.<br />

sem hýsir smærri eignir.<br />

Reginn<br />

Reginn ehf. annast<br />

umsýslu stærri fasteigna<br />

og fasteignaverkefna eða<br />

þróunarverkefna þar sem<br />

bankinn hefur eignast<br />

hálfkláraðar byggingar sem<br />

þarf að ljúka. Á árinu 2010<br />

og í upphafi ársins 2011 seldi<br />

Reginn sjö fasteignir fyrir<br />

um 1.517 milljónir króna.<br />

Tvær tilraunir voru gerðar<br />

til að selja fasteignafélög<br />

sem eru á bókum Regins,<br />

en ekkert viðunandi tilboð<br />

barst. Allar upplýsingar<br />

um eignir Regins ehf. má<br />

nálgast á vef félagsins,<br />

www.reginnehf.is.<br />

Vestia<br />

Eignarhaldsfélagið Vestia<br />

var stofnað til að bera ábyrgð<br />

á umsýslu og ráðstöfun<br />

eignarhalds í atvinnufyrirtækjum<br />

sem bankinn tók<br />

yfir í kjölfar fjárhagslegrar<br />

endurskipulagningar sem fól<br />

í sér að kröfum bankans var<br />

breytt í hlutafé. Sala félagsins<br />

kemur ekki inn í bækur<br />

<strong>Landsbankans</strong> fyrr en á árinu<br />

2011, þó að hún væri að öllu<br />

leyti frágengin árið 2010, að<br />

undanskildu tilskyldu samþykki<br />

Samkeppniseftirlitsins<br />

sem fékkst í janúar 2011.<br />

Vestia átti hluti í nokkrum<br />

fyrirtækjum sem rétt þótti<br />

að selja af ýmsum ástæðum.<br />

Salan var harðlega gagn-<br />

rýnd en það er mat forsvarsmanna<br />

<strong>Landsbankans</strong> að sú<br />

gagnrýni eigi ekki við rök að<br />

styðjast. Það var nauðsynlegur<br />

þáttur í áhættumati og<br />

áhættuvörnum <strong>Landsbankans</strong><br />

að losa Vestia og tengd<br />

fyrirtæki frá bankanaum<br />

m.a. vegna yfirvofandi<br />

gengisdóma.<br />

Sala eigna í opnu ferli<br />

<strong>Landsbankinn</strong> hefur sett<br />

sér þá stefnu að selja eignir<br />

eins hratt og kostur er. Þeirri<br />

stefnu hefur verið fylgt í<br />

hvívetna.<br />

Í lok árs 2010 átti bankinn<br />

eitt íslenskt rekstrarfélag,<br />

Björgun ehf., en hafði<br />

selt þrjú á árinu, bílaleiguna<br />

Hertz á Íslandi,<br />

dreifingarfyrirtækið Parlogis<br />

og iðnfyrirtækið Límtré<br />

Vírnet.<br />

Það er stefna bankans að<br />

selja öll fyrirtæki í opnu<br />

ferli þar sem allir geta lagt<br />

inn tilboð, að uppfylltum<br />

skilyrðum reynslu af rekstri<br />

og fjárfestingum annars<br />

vegar og fjárhagslegan styrk<br />

hins vegar.<br />

Fasteignir í eigu <strong>Landsbankans</strong><br />

eru í umsjá Hamla ehf.<br />

Hömlur halda líka utan um<br />

smærri hluti í fyrirtækjum<br />

og aðrar eignir sem bankinn<br />

þarf að leysa til sín. Meðfylgjandi<br />

tafla sýnir yfirlit<br />

yfir fasteignir í eigu Hamla.<br />

72 Sala eigna <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!