05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

einstaklinga og fyrirtæki,<br />

stofnanir og rekstraraðila.<br />

Starfsmenn í lok árs 2010<br />

voru 53 í 50 stöðugildum.<br />

Félagið var stofnað af Sparisjóðabankanum<br />

og nokkrum<br />

sparisjóðum, en í nóvember<br />

árið 2002 varð breyting<br />

á hluthafahópi SP þegar<br />

<strong>Landsbankinn</strong> keypti 51%<br />

hlut í félaginu. Í mars 2009<br />

eignaðist <strong>Landsbankinn</strong><br />

SP-Fjármögnun að fullu.<br />

Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar<br />

hf. er Kjartan<br />

Georg Gunnarsson. Kjartan<br />

er viðskiptafræðingur, cand.<br />

oecon., frá Háskóla Íslands.<br />

Kjartan hefur langa reynslu<br />

af störfum á fjármálamarkaði.<br />

Hann var framkvæmdastjóri<br />

eignaleigufélagsins<br />

Féfangs hf. frá árinu 1989<br />

til 1995 og hefur starfað<br />

sem framkvæmdastjóri SP-<br />

Fjármögnunar frá stofnun<br />

félagsins árið 1995.<br />

Landsvaki<br />

Landsvaki var stofnað árið<br />

1994 og er sjálfstætt starfandi<br />

fjármálafyrirtæki sem<br />

annast rekstur verðbréfasjóða,<br />

fjárfestingarsjóða og<br />

fagfjárfestasjóða. Landsvaki<br />

starfar sem rekstrarfélag<br />

samkvæmt starfsleyfi frá<br />

Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt<br />

lögum skal sjóðastýringarfyrirtæki<br />

vera<br />

óháð móðurfélagi í daglegri<br />

starfsemi. Starfsemi félagsins<br />

er í aðskildu húsnæði og<br />

meirihluti stjórnarmanna<br />

Landsvaka er ótengdur<br />

Landsbankanum. Landsvaki<br />

útvistar þó hluta af rekstri<br />

sínum til <strong>Landsbankans</strong>, svo<br />

sem ráðgjöf og vörslu.<br />

Ari Skúlason er framkvæmdastjóri<br />

Landsvaka hf.<br />

Ari er með viðskiptapróf<br />

frá Háskóla Íslands og<br />

meistarapróf í hagfræði frá<br />

Háskólanum í Árósum. Hann<br />

hefur einnig lokið prófi í<br />

verðbréfaviðskiptum. Ari hóf<br />

starfsferil sinn hjá Kjararannsóknarnefnd<br />

og vann<br />

svo sem hagfræðingur hjá<br />

Árósaborg. Hann starfaði hjá<br />

ASÍ frá 1988 til 2001, fyrst<br />

sem forstöðumaður hagdeildar<br />

og alþjóðafulltrúi og<br />

síðan sem framkvæmdastjóri<br />

frá 1994. Frá 2001-2004 var<br />

hann framkvæmdastjóri Aflvaka,<br />

atvinnuþróunarfélags<br />

Reykjavíkurborgar. Hann hóf<br />

störf hjá Landsbankanum<br />

í upphafi árs 2005 og var<br />

ráðinn framkvæmdastjóri<br />

Landsvaka hf. í maí 2009.<br />

Horn fjárfestingar-<br />

félag hf.<br />

Horn fjárfestingarfélag er<br />

alhliða fjárfestingarfélag<br />

sem fjárfestir jafnt í skráðum<br />

sem óskráðum verðbréfum<br />

í flestum atvinnugreinum.<br />

Horn er dótturfélag <strong>Landsbankans</strong><br />

og var stofnað í<br />

lok árs 2008. Meðal markmiða<br />

Horns er að styðja við<br />

uppbyggingu á íslenskum<br />

hlutabréfamarkaði.<br />

Starfsmenn Horns annast<br />

fjárfestingu og umsýslu<br />

hlutabréfasafns félagsins<br />

sem er vel dreift jafnt<br />

í skráðum og óskráðum eignum.<br />

Mikil áhersla er lögð á<br />

vandaða greiningu á þeim<br />

félögum og þeim mörkuðum<br />

sem eru í eignasafni Horns<br />

á hverjum tíma. Markmið<br />

með stofnun félagsins er að<br />

aðgreina umsýslu fjárfestinga<br />

í hlutabréfum frá meginstarfsemi<br />

<strong>Landsbankans</strong>.<br />

Hermann Már Þórisson er<br />

framkvæmdastjóri Horns<br />

fjárfestingarfélags hf.<br />

Hermann er með BS gráðu<br />

í fjármálum frá Háskóla<br />

Íslands. Hann hóf störf hjá<br />

Horni við stofnun félagsins<br />

árið 2008 og varð<br />

framkvæmdastjóri 2009. Á<br />

árunum 2006–2008 starfaði<br />

Hermann sem sérfræðingur<br />

hjá Verðbréfasviði Landsbanka<br />

Íslands hf.<br />

Hömlur ehf.<br />

Hömlur og dótturfélög þess<br />

bera ábyrgð á eignum sem<br />

bankinn eignast við uppboð,<br />

skuldaskilasamninga eða<br />

við gjaldþrot og ætlaðar eru<br />

til sölu á næstu 12-18 mánuðum<br />

og/eða ef verðmæti<br />

fasteignar er undir 300 m.<br />

kr. Dýrari fasteignir enda<br />

að jafnaði hjá Reginn ehf.<br />

Hömlur ehf. hafa umsjón<br />

með íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði<br />

sem metið er á<br />

minna en 300 m. kr., skipum<br />

og bátum, sumarbústöðum,<br />

jörðum og lóðum, bifreiðum,<br />

yfirteknum vörubirgðum og<br />

yfirteknum viðskiptakröfum.<br />

Þar er einnig haldið utan um<br />

eignarhluti í félögum sem<br />

bankinn kann að eignast<br />

en ætlar ekki að eiga lengi.<br />

<strong>Landsbankinn</strong> á einnig<br />

fullnustueignir erlendis sem<br />

Hömlur sjá um.<br />

Friðrik S. Halldórsson er<br />

framkvæmdastjóri Hamla<br />

ehf. Friðrik er viðskiptafræðingur<br />

frá Háskóla Íslands<br />

og hefur starfað hjá Landsbankanum<br />

frá árinu 2008,<br />

fyrst á Viðskiptabankasviði<br />

en síðan á Lögfræðisviði<br />

við verkefni tengd endurskipulagningu<br />

útlána og<br />

fullnustueigna. Friðrik hefur<br />

unnið við banka- og fjármálastarfsemi<br />

frá árinu 1988<br />

og hefur víðtæka þekkingu á<br />

sviði bankarekstrar.<br />

48 Dótturfélög <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!