05.05.2013 Views

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ávinningur samfélags<br />

og eigenda<br />

Arðsemi<br />

Bankasýsla ríkisins sem fer<br />

með eignarhlut ríkisins í<br />

Landsbankanum hefur sett<br />

bankanum arðsemismarkmið<br />

upp á 5,25% ávöxtun<br />

umfram áhættulausa vexti.<br />

Arðsemiskrafan miðast við<br />

afkomu fyrir skatta og aðrar<br />

sértækar álögur á fjármálafyrirtæki.<br />

Áhættulausir<br />

vextir eru nú um 6% og er<br />

arðsemiskrafan því 11,25%.<br />

Forsendur ávöxtunarkröfu<br />

taka mið af því að eiginfjárhlutfall<br />

bankans sé 16%.<br />

Afkoma og arðsemi bankans<br />

á árinu 2010 var góð og<br />

styrktist eiginfjárhlutfall<br />

bankans verulega á árinu,<br />

eða um 5 prósentustig, og<br />

reiknaðist það 19,5% í árslok<br />

2010.<br />

Áætlanir gera ráð fyrir að<br />

markmið um arðsemi eigin<br />

fjár náist fyrir árin 2011–<br />

2013. Möguleikar bankans<br />

um að auka arðsemi felast<br />

annað hvort í því að auka<br />

útlán, og þá um leið áhættu,<br />

eða að lækka eigið fé með<br />

arðgreiðslum eða beinni<br />

endurgreiðslu á eigin<br />

fé til hluthafa. Á meðan<br />

atvinnulífið tekur ekki við<br />

sér ávaxtar bankinn laust<br />

fé á lægri vöxtum en sem<br />

nemur ávöxtunarkröfu eigin<br />

fjár. Forsendur fyrir því að<br />

bankinn auki arðsemi sína<br />

eru því þær að atvinnulífið<br />

taki við sér og fjárfesting í<br />

atvinnutækifærum aukist.<br />

Markmið Lykilmæling 2010 2011 2012 2013<br />

Arðsemi fyrir skatta Hagnaður f. skatta/eigið fé 20,7%* 5,25% + 5,25% + 5,25% +<br />

*Fyrir skatta og án áhrifa af aflagðri starfsemi<br />

Ávinningur samfélags<br />

og eigenda<br />

Uppgjör vegna<br />

gamla bankans<br />

Samkvæmt samningum við<br />

Landsbanka Íslands hf. er<br />

hluti af því lánasafni sem<br />

keypt var í október 2008<br />

árangurstengt með þeim<br />

hætti að virðisaukning skilar<br />

sér til gamla bankans í formi<br />

skilyrts skuldabréfs. Skuldabréfið<br />

getur að hámarki orðið<br />

92 milljarðar króna. Hvernig<br />

bankanum tekst til í endurreisnarstarfi<br />

sínu er lykilforsenda<br />

þess að markmiðið<br />

náist að fullu. Það er hinsvegar<br />

svo að bankinn hefur<br />

ekki alla þræði í hendi sér í<br />

þessum efnum. Miklu máli<br />

áhættulausir<br />

vextir<br />

skiptir hvernig til tekst með<br />

að glæða efnahagslíf þjóðarinnar<br />

og þar koma margir<br />

að borðinu, m.a. stjórnvöld,<br />

stofnanir, önnur fjármálafyrirtæki,<br />

lífeyrissjóðir og<br />

launþegasamtök.<br />

Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir<br />

um framgang efnahagsmála<br />

er erfitt að áætla hvernig til<br />

muni takast við að ná að auka<br />

áhættulausir<br />

vextir<br />

virði eigna bankans sem<br />

tengjast skilyrta skuldabréfinu<br />

og þá um leið hver fjárhæð<br />

þess bréfs verður. Markmiðið<br />

er að ná virðisaukanum<br />

að fullu fyrir árslok 2012.<br />

Bankinn mun þó endurskoða<br />

þessi markmið reglulega á<br />

samningstímanum.<br />

Markmið Lykilmæling 2010 2011 2012 2013<br />

áhættulausir<br />

vextir<br />

Uppgjör v. gamla bankans Skilyrt skuldabréf 29% 67% 100% Lokið<br />

20 <strong>Landsbankinn</strong> þinn <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!