Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

landsbankinn.is
from landsbankinn.is More from this publisher
05.05.2013 Views

Þróun atvinnuleysis Hlutfall af mannafla 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Gangi sú þróun eftir hér á landi má búast við því að störfum fari aftur að fjölga á síðari helmingi ársins í takt við aukinn hagvöxt. Rekstrarumhverfi fyrirtækja mjög erfitt Hátt vaxtastig í kjölfar efnahagssamdráttarins var um langt skeið afar letjandi fyrir nýfjárfestingu og eftirspurn eftir lánsfé til nýrra verkefna hefur verið afar lítil undanfarin tvö ár. Með lækkandi verðbólgu hafa vextir Seðlabanka Íslands hinsvegar lækkað jöfnum skrefum undanfarið og eru nú í sögulegu lágmarki. Við það hafa aðstæður til fjárfestingar í uppbyggingu efnahagslífsins batnað til muna. Eftir stendur að enn eru við lýði veruleg gjaldeyris- Vextir Seðlabanka og skammtímavextir 25% 20% 15% 10% 5% 0% Atvinnuleysi Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin höft. Þeim var komið á í lok árs 2008 og áttu að vera ákveðin neyðarráðstöfun til að stemma stigu við falli krónunnar. Æ sterkari vísbendingar eru um að höftin hafi neikvæð áhrif á fjárfestingu í landinu. Undir lok marsmánaðar birti Seðlabankinn endurskoðaða áætlun um afnám haftanna sem gerir ráð fyrir að fengin verði lagaheimild til framlengingar þeirra til allt að 2009 2010 2011 Vextir á veðlánum Daglánavextir á millibankamarkaði Daglánavextir Heimild: Vinnumálastofnun 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Heimild: Seðlabanki Íslands fjögurra ára, umfram það sem gert var ráð fyrir upphaflega. Fyrstu skref þessarar áætlunar beinast að því að draga úr svokölluðum aflandskrónuvanda með því að beina krónueignum erlendra aðila í langtímafjárfestingar. Fyrst um sinn verður fjárfestingu beint í langtímaskuldabréf ríkissjóðs en þvínæst verður opnuð leið til fjárfestingar í raunhagkerfinu. Óskandi hefði verið að afnám haftanna gengi hraðar fyrir sig. Engu að síður er jákvætt að stjórnvöld leggi fram mótaða áætlun um lausn vandans og dragi þar með úr þeirri óvissu sem skapast hefur um áhrif afnáms haftanna á gengi krónunnar. Rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri verður þó eftir sem áður erfitt meðan höftin eru við lýði. 10 Þróun efnahagsmála Landsbankinn 2010

Þróun verðbólgu Framlag til 12 mánaða verðbólgu 20% 15% 10% 5% 0% -5% Böndum komið á verðbólguna Verðbólgan hefur hjaðnað hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Í byrjun árs 2010 var ársverðbólgan 7,5% en í lok árs var verðbólga komin í 2,5% og verðbólgumarkmiðið í höfn. Í upphafi árs 2011 hjaðnaði verðbólgan frekar og fór undir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Það hefur ekki gerst frá vorinu 2004 og því um töluverð tímamót að ræða. Lágt verðbólgustig er fyrst og fremst frekari birtingarmynd þess mikla slaka sem ríkir í hagkerfinu. Þrýstingur á verðlag er nú aðallega vegna hækkunar erlends hrávöruverðs og eldsneytis. Jafnvægi náð og hagvöxtur í sjónmáli Þjóðarbúinu var skjót aðlögun óhjákvæmileg í kjölfar falls bankanna. Langvarandi halli á vöruskiptum við útlönd snerist hratt í myndarlegan afgang. Þrotabú gömlu bankanna eru undir stjórn skilanefnda og slitastjórna sem leitast við að hámarka endurheimtur kröfuhafa. Útlit er fyrir að þegar upp er staðið verði hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins mun lægri en fyrir hrun. Afgangur er á undirliggjandi viðskiptajöfnuði og áætlað er að jafnvægi verði komið á fjármál ríkissjóðs innan tveggja ára. Fall gengis krónunnar stöðvaðist um mitt ár 2009 og gengið styrktist umtalsvert á liðnu ári. Fyrsta mat Hagstofunnar á landsframleiðslunni árið 2010 bendir ekki til þess að hagvöxtur sé hafinn að ráði. Lítilsháttar vöxtur mældist á fjórða ársfjórðungi og er það í fyrsta skipti síðan um mitt ár 2008. Seðlabankinn og Hagstofan spá því að hagvöxtur á árinu 2011 verði á bilinu 2% – 2,8% og aukist svo lítillega næstu tvö árin. Gert er ráð fyrir að vöxturinn byggist fyrst og fremst á vexti einkaneyslu en þegar á líður spátímabilið er reiknað með því að vægi fjárfestingar í hagvextinum vegi þyngra. Ytra umhverfi þjóðarbúsins hefur þróast til betri vegar undir það síðasta eftir þá kröftugu alþjóðlegu niðursveiflu sem fylgdi síðustu fjármálakreppu. Hagvöxtur virðist hafa tekið við sér í helstu viðskiptalöndum Íslands en efnahagsbatinn er víða veikburða. Mörg viðskiptalanda Íslands glíma sjálf við skuldavanda, þurfa að sýna aðhald í þjóðarbúskap sínum og reyna að auka útflutning til þess að örva hagvöxt. Slíkar aðgerðir Heimild: Hagstofa Íslands 2007 2008 2009 2010 2011 Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búv. og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs stuðla oft að veikingu gjaldmiðils viðkomandi lands og þá lækkar kaupmáttur almennings sem valdið getur verðlækkun á íslenskum útflutningi. Óvissa varðandi framtíðarfyrirkomulag peningastefnunnar Þann stöðugleika sem náðst hefur í fjármálum ríkisins, gengi krónunnar og verðbólgu að undanförnu má að stórum hluta rekja til efnahagsáætlunar stjórnvalda með stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS) og þeirra gjaldeyrishafta sem komið var á eftir fall bankakerfisins. Að öllu óbreyttu mun formlegu samstarfi við AGS um endurreisn íslenska hagkerfisins ljúka á seinni hluta árs 2011. Eins er ljóst að núverandi fyrirkomulag hafta á fjármagnsflutningum til og frá landinu Landsbankinn 2010 Þróun efnahagsmála 11

Þróun verðbólgu<br />

Framlag til 12 mánaða verðbólgu<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

-5%<br />

Böndum komið<br />

á verðbólguna<br />

Verðbólgan hefur hjaðnað<br />

hraðar en spár gerðu ráð<br />

fyrir. Í byrjun árs 2010 var<br />

ársverðbólgan 7,5% en í lok<br />

árs var verðbólga komin í<br />

2,5% og verðbólgumarkmiðið<br />

í höfn. Í upphafi árs 2011<br />

hjaðnaði verðbólgan frekar<br />

og fór undir verðbólgumarkmið<br />

Seðlabankans. Það hefur<br />

ekki gerst frá vorinu 2004<br />

og því um töluverð tímamót<br />

að ræða. Lágt verðbólgustig<br />

er fyrst og fremst frekari<br />

birtingarmynd þess mikla<br />

slaka sem ríkir í hagkerfinu.<br />

Þrýstingur á verðlag er nú<br />

aðallega vegna hækkunar<br />

erlends hrávöruverðs og<br />

eldsneytis.<br />

Jafnvægi náð og<br />

hagvöxtur í sjónmáli<br />

Þjóðarbúinu var skjót<br />

aðlögun óhjákvæmileg<br />

í kjölfar falls bankanna.<br />

Langvarandi halli á vöruskiptum<br />

við útlönd snerist<br />

hratt í myndarlegan afgang.<br />

Þrotabú gömlu bankanna eru<br />

undir stjórn skilanefnda og<br />

slitastjórna sem leitast við<br />

að hámarka endurheimtur<br />

kröfuhafa. Útlit er fyrir að<br />

þegar upp er staðið verði<br />

hrein erlend skuldastaða<br />

þjóðarbúsins mun lægri en<br />

fyrir hrun. Afgangur er á<br />

undirliggjandi viðskiptajöfnuði<br />

og áætlað er að jafnvægi<br />

verði komið á fjármál ríkissjóðs<br />

innan tveggja ára. Fall<br />

gengis krónunnar stöðvaðist<br />

um mitt ár 2009 og gengið<br />

styrktist umtalsvert á liðnu<br />

ári.<br />

Fyrsta mat Hagstofunnar<br />

á landsframleiðslunni árið<br />

2010 bendir ekki til þess að<br />

hagvöxtur sé hafinn að ráði.<br />

Lítilsháttar vöxtur mældist<br />

á fjórða ársfjórðungi og er<br />

það í fyrsta skipti síðan um<br />

mitt ár 2008. Seðlabankinn<br />

og Hagstofan spá því að<br />

hagvöxtur á árinu 2011<br />

verði á bilinu 2% – 2,8% og<br />

aukist svo lítillega næstu<br />

tvö árin. Gert er ráð fyrir að<br />

vöxturinn byggist fyrst og<br />

fremst á vexti einkaneyslu<br />

en þegar á líður spátímabilið<br />

er reiknað með því að vægi<br />

fjárfestingar í hagvextinum<br />

vegi þyngra.<br />

Ytra umhverfi þjóðarbúsins<br />

hefur þróast til betri vegar<br />

undir það síðasta eftir þá<br />

kröftugu alþjóðlegu niðursveiflu<br />

sem fylgdi síðustu<br />

fjármálakreppu. Hagvöxtur<br />

virðist hafa tekið við sér<br />

í helstu viðskiptalöndum<br />

Íslands en efnahagsbatinn<br />

er víða veikburða. Mörg viðskiptalanda<br />

Íslands glíma<br />

sjálf við skuldavanda, þurfa<br />

að sýna aðhald í þjóðarbúskap<br />

sínum og reyna að<br />

auka útflutning til þess að<br />

örva hagvöxt. Slíkar aðgerðir<br />

Heimild: Hagstofa Íslands<br />

2007 2008 2009 2010 2011<br />

Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búv. og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs<br />

stuðla oft að veikingu gjaldmiðils<br />

viðkomandi lands og<br />

þá lækkar kaupmáttur almennings<br />

sem valdið getur<br />

verðlækkun á íslenskum<br />

útflutningi.<br />

Óvissa varðandi<br />

framtíðarfyrirkomulag<br />

peningastefnunnar<br />

Þann stöðugleika sem<br />

náðst hefur í fjármálum<br />

ríkisins, gengi krónunnar<br />

og verðbólgu að undanförnu<br />

má að stórum hluta<br />

rekja til efnahagsáætlunar<br />

stjórnvalda með stuðningi<br />

Alþjóða gjaldeyrissjóðsins<br />

(AGS) og þeirra gjaldeyrishafta<br />

sem komið var á eftir<br />

fall bankakerfisins. Að öllu<br />

óbreyttu mun formlegu samstarfi<br />

við AGS um endurreisn<br />

íslenska hagkerfisins ljúka<br />

á seinni hluta árs 2011. Eins<br />

er ljóst að núverandi fyrirkomulag<br />

hafta á fjármagnsflutningum<br />

til og frá landinu<br />

<strong>Landsbankinn</strong> 2010 Þróun efnahagsmála 11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!