Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn Ársskýrsla Landsbankans - Landsbankinn

landsbankinn.is
from landsbankinn.is More from this publisher
05.05.2013 Views

Gunnar Helgi Hálfdanarson, formaður Bankaráðs stærstum hluta og Bankasýsla ríkisins fer með þann hlut. Landsskil ehf. fer með hlut Landsbanka Íslands hf. Þetta er nokkuð ólíkt eignarhaldi annarra stórra fjármálafyrirtækja hérlendis sem eru að mestu í eigu erlendra kröfuhafa. Nálægð Landsbankans við ríkisvaldið er þó ekki vandalaus og getur haft truflandi áhrif ef þess er ekki nægjanlega vel gætt að bankinn starfar á samkeppnismarkaði. Tryggja þarf að sömu leikreglur eigi við um alla á markaði og er óviðunandi ef ríkisvaldið setur Landsbankanum þrengri skorður í lögum en öðrum bönkum. Skýra þarf sem fyrst hvernig eigendastefnu ríkisins um að koma bankanum í dreift eignarhald fyrir 2015 verður framfylgt og jafnframt hvernig ríkisvaldið hyggst beita sér við hagræðingu á fjármálamarkaði á næstu árum. Ný stefna – Landsbankinn þinn Landsbankinn markaði sér stöðu á síðasta ári með því að setja sér framsækna og metnaðarfulla stefnu sem kynnt var í október. „ Landsbankinn er stærsta fjármála- fyrirtæki landsins með vel yfir 100.000 viðskiptavini eða um þriðjungs markaðshlutdeild og sterka stöðu í öllum greinum atvinnulífsins. Ábyrgð bankans er því mikil og þær kröfur sem gerðar eru til hans eru einnig miklar.“ Stefna bankans, Landsbankinn þinn, hvílir á fjórum meginstoðum sem saman mynda órofa heild og ramma inn hlutverk bankans í samfélaginu. Sú fyrsta vísar til starfsmanna og samtakamáttar þeirra undir heitinu „öflug liðsheild“, önnur til betri rekstrar, traustari stýringar og betri eigna og nefnist „traustir innviðir“, sú þriðja snýr að viðskiptavinum og samskiptum við þá undir heitinu „ánægðir viðskiptavinir.“ Þar verður endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja enn um sinn eitt stærsta og mikilvægasta verkefni bankans og er mikið kapp lagt á að hraða þeirri vinnu sem mest þó margt í henni hafi verið mótdrægt og úrvinnsla mála ekki gengið eins hratt og menn hefðu helst kosið. Fjórða stoðin snýr að samfélaginu þar sem lögð er áhersla á almennan ávinning af rekstri bankans undir yfirskriftinni „ávinningur samfélags og eigenda“. Landsbankinn er þjónustufyrirtæki og hann vill setja viðskiptavininn í öndvegi. Bankinn vill koma fram af hógværð og einkunnarorð starfsmanna eru, hlustum, lærum og þjónum. Með þeim hætti telur bankinn að hann geti sinnt því mikilvæga hlutverki sínu að vera traustur samherji viðskiptavina í fjármálum og sannanlega Landsbankinn þinn. 6 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra Landsbankinn 2010

Steinþór Pálsson, bankastjóri Sterkur banki Hagnaður Landsbankans árið 2010 nam 27,2 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var 17,3%. Áhættuvegið eiginfjárhlutfall Landsbankans í lok árs 2010 er 19,5% en var í ársbyrjun15%. Þessar tölur sýna mikinn og vaxandi styrk bankans og góða arðsemi fyrir hluthafa. Landsbankinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp og bæta áhættustýringu bankans og tryggja sjálfbæran rekstur til þess að geta betur tekist á við óvissu og hin ýmsu úrlausnarefni sem við blasa til framtíðar. Aukin hagkvæmni, sala fullnustueigna og sterk lausafjár- staða í íslenskum krónum og erlendri mynt eykur getu bankans til að taka þátt í brýnni endurskipulagningu á íslenskum fjármálamarkaði og getu hans til að bjóða samkeppnishæf kjör og þjónustu til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Landsbankinn er öflugasti banki landsins, hann hefur sterka markaðshlutdeild í öllum atvinnugreinum og rekur víðfeðmt útibúanet sem nær til langflestra Íslendinga. Bankinn byggir hag sinn á stórum og ört stækkandi hópi viðskiptavina. Mannauðurinn er einn helsti styrkleiki bankans. Starfsfólk hefur verið undir miklu álagi í ljósi þeirrar stöðu sem „ Landsbankinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp og bæta áhættustýringu bankans og tryggja sjálfbæran rekstur til þess að geta betur tekist á við óvissu og hin ýmsu úrlausnarefni sem við blasa til framtíðar. Aukin hagkvæmni, sala fullnustueigna og sterk lausafjárstaða, í íslenskum krónum og erlendri mynt, eykur getu bankans til að taka þátt í brýnni endurskipulagningu á íslenskum fjármálamarkaði og getu hans til að bjóða samkeppnishæf kjör og þjónustu til hagsbóta fyrir viðskiptavini.“ við hefur blasað og staðið sig sérstaklega vel. Það hefur tekið fullan þátt í að móta stefnu bankans til framtíðar og lagt sig fram við að læra af mistökum sem gerð voru fyrir hrun. Það er mikilvægt að hlúa vel að starfsfólkinu og tryggja að bankinn geti laðað til sín og haldið metnaðarfullu og öflugu starfsfólki, m.a. með því að greiða samkeppnishæf laun. Þann mikla mátt sem býr í bankanum vilja stjórnendur Landsbankans nýta til góðra verka. Við viljum nýta bankann sem hreyfiafl til að flýta fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs. Það er kominn tími til að horfa fram á veg og efla umfjöllun um tækifæri og styrkleika. Þakkir Öllu starfsfólki bankans, bankaráðsmönnum, starfsfólki dótturfélaga og stjórnum þeirra auk hluthafa, viðskiptavina og öðrum hagsmunaaðilum eru færðar bestu þakkir fyrir árangursríkt samstarf og jákvæð skref við að byggja upp Landsbankann í anda nýrrar stefnu 2010. Landsbankinn 2010 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra 7

Gunnar Helgi Hálfdanarson, formaður Bankaráðs<br />

stærstum hluta og Bankasýsla<br />

ríkisins fer með þann<br />

hlut. Landsskil ehf. fer með<br />

hlut Landsbanka Íslands<br />

hf. Þetta er nokkuð ólíkt<br />

eignarhaldi annarra stórra<br />

fjármálafyrirtækja hérlendis<br />

sem eru að mestu í eigu<br />

erlendra kröfuhafa. Nálægð<br />

<strong>Landsbankans</strong> við ríkisvaldið<br />

er þó ekki vandalaus<br />

og getur haft truflandi áhrif<br />

ef þess er ekki nægjanlega<br />

vel gætt að bankinn starfar á<br />

samkeppnismarkaði. Tryggja<br />

þarf að sömu leikreglur<br />

eigi við um alla á markaði<br />

og er óviðunandi ef ríkisvaldið<br />

setur Landsbankanum<br />

þrengri skorður í lögum en<br />

öðrum bönkum.<br />

Skýra þarf sem fyrst hvernig<br />

eigendastefnu ríkisins um<br />

að koma bankanum í dreift<br />

eignarhald fyrir 2015 verður<br />

framfylgt og jafnframt<br />

hvernig ríkisvaldið hyggst<br />

beita sér við hagræðingu á<br />

fjármálamarkaði á næstu<br />

árum.<br />

Ný stefna –<br />

<strong>Landsbankinn</strong> þinn<br />

<strong>Landsbankinn</strong> markaði sér<br />

stöðu á síðasta ári með því<br />

að setja sér framsækna og<br />

metnaðarfulla stefnu sem<br />

kynnt var í október.<br />

„ <strong>Landsbankinn</strong> er stærsta fjármála-<br />

fyrirtæki landsins með vel yfir<br />

100.000 viðskiptavini eða um<br />

þriðjungs markaðshlutdeild<br />

og sterka stöðu í öllum greinum<br />

atvinnulífsins. Ábyrgð bankans<br />

er því mikil og þær kröfur sem<br />

gerðar eru til hans eru einnig<br />

miklar.“<br />

Stefna bankans, <strong>Landsbankinn</strong><br />

þinn, hvílir á fjórum<br />

meginstoðum sem saman<br />

mynda órofa heild og ramma<br />

inn hlutverk bankans í<br />

samfélaginu. Sú fyrsta vísar<br />

til starfsmanna og samtakamáttar<br />

þeirra undir<br />

heitinu „öflug liðsheild“,<br />

önnur til betri rekstrar,<br />

traustari stýringar og betri<br />

eigna og nefnist „traustir<br />

innviðir“, sú þriðja snýr að<br />

viðskiptavinum og samskiptum<br />

við þá undir heitinu<br />

„ánægðir viðskiptavinir.“ Þar<br />

verður endurskipulagning<br />

skulda heimila og fyrirtækja<br />

enn um sinn eitt stærsta<br />

og mikilvægasta verkefni<br />

bankans og er mikið kapp<br />

lagt á að hraða þeirri vinnu<br />

sem mest þó margt í henni<br />

hafi verið mótdrægt og úrvinnsla<br />

mála ekki gengið<br />

eins hratt og menn hefðu<br />

helst kosið. Fjórða stoðin<br />

snýr að samfélaginu þar sem<br />

lögð er áhersla á almennan<br />

ávinning af rekstri bankans<br />

undir yfirskriftinni „ávinningur<br />

samfélags og eigenda“.<br />

<strong>Landsbankinn</strong> er þjónustufyrirtæki<br />

og hann vill setja<br />

viðskiptavininn í öndvegi.<br />

Bankinn vill koma fram af<br />

hógværð og einkunnarorð<br />

starfsmanna eru, hlustum,<br />

lærum og þjónum. Með þeim<br />

hætti telur bankinn að<br />

hann geti sinnt því mikilvæga<br />

hlutverki sínu að vera<br />

traustur samherji viðskiptavina<br />

í fjármálum og sannanlega<br />

<strong>Landsbankinn</strong> þinn.<br />

6 Ávarp formanns Bankaráðs og bankastjóra <strong>Landsbankinn</strong> 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!